13.08.2025
Starfsfólk Egilsstaðaskóla situr tvö endurmenntunarnámskeið 13. og 14. ágúst. Í dag, miðvikudaginn 13. ágúst, er fjallað um sterka hópa undir leiðsögn Vöndu Sigurgeirsdóttur lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Vanda rekur ráðgjafafyrirtækið KVAN sem hefur sérhæft sig ráðgjöf fyrir einstaklinga, skóla og fyrirtæki. Hún hefur unnið með starfsfólki skólans í verkefnum sem tengjast sérstökum árgöngum og haldið námskeið um verkfærakistu grunnskólakennara.
Fimmtudaginn 14. ágúst er framhaldsnámskeið í tengslum við innleiðingu Heillaspora. Þá verður Íris D. Hugrúnardóttir Marteinsdóttir sérfræðingur Heillaspora hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu með starfsmannahópnum.
Fyrsti starfsdagur skólaársins er föstudaginn 15. ágúst en þá hefst formlegur undirbúningur skólastarfsins. Kennarar munu boða alla foreldra & forsjáraðila í viðtöl með börnum sínum föstudaginn 22. ágúst en bókanir fara fram í gegnum Mentor.
Hægt er að hafa samband við skrifstofu skólans eða stjórnendur ef óskað er eftir frekari upplýsingum.
Lesa meira
27.06.2025
Skrifstofa Egilsstaðaskóla er lokuð vegna sumarleyfa til 5. ágúst. Brýnum erindum er hægt að beina til skólastjóra, Viðars Jónssonar (vidar.jonsson@mulathing.is)
Lesa meira
12.06.2025
Nýverið var úthlutað úr Sprotasjóði sem styrkir skólaþróunarverkefni í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Áherslusvið sjóðsins í ár var m.a gervigreind og hlaut Egilsstaðaskóli 850 þúsund krónur í styrk til verkefnisins "Aðlögun námsefnis með hjálp gervigreindar". Ætlunin er að leita leiða til að styðja kennara við að nýta gervigreind til að aðlaga námsefni að mismunandi þörfum nemenda og koma þannig betur til móts við þá. Verkefnið verður þróað á næstu mánuðum og leiðirnar kynntar fyrir kennurum Egilsstaðaskóla á næsta skólaári.
Lesa meira
10.06.2025
Egilsstaðaskóla var slitið í 77. sinn þann 6. júní sl. Nemendur í 1. - 9. bekk mættu í skólann, hlýddu á ávarp skólastjóra og tóku svo við vitnisburði frá umsjónarkennurum. Nemendur í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum fluttu tónlistaratriði.
Um kvöldið voru útskrifaðir 38 nemendur úr 10. bekk. Við þá athöfn voru flutt ávörp og afhentir vitnisburðir. Nokkrir nemendur fengu viðurkenningar fyrir góða frammistöðu í námi og fyrir dugnað, framfarir, prúðmennsku og þátttöku í félagslífi nemenda. Fulltrúar útskriftarnema ávörpuðu 10. bekkjarteymið og færðu þeim gjafir.
Hljómsveit skipuð nemendum í 10. bekk flutti tvö lög og í lokin stigu krakkarnir dans en í vetur hafa þau æft sig í að dansa gömlu dansana. Þannig kvöddu þau skólann eftir 10 ára skólavist með skottís og "Hæll tá".
Lesa meira
30.05.2025
Krakkarnir í 2. bekk buðu á sýningu á verkum sem þau unnu í tengslum við lestur á sögunni Blómin á þakinu. Efniviður bókarinnar var nýttur í margvísleg verkefni, sem voru meðal annars samþætt við list- og verkgreinar. Á sýningunni komu foreldrar og krakkarnir sýndu þeim afurðirnar með stolti, lásu sögurnar sínar og sögðu frá verkefnunum. Blómin sem þau sáðu eiga vonandi eftir að vaxa og dafna í sumar til minningar um skemmtilegt verkefni.
Lesa meira
26.05.2025
Nemendur í 4. bekk héldu Litlu upplestrarkeppnina í blíðskaparveðri í síðustu viku. Undanfarnar vikur hafa krakkarnir æft sig að lesa upp enda er markmið keppninnar - sem reyndar er alls ekki keppni - að þjálfa upplestur og framkomu. Litla upplestrarkeppnin er nokkurskonar undanfari Stóru upplestrarkeppninnar sem er haldin í 7. bekk ár hvert.
Umsjónarkennarar árgangsins ákváðu að flytja keppnina í Tjarnargarðinn þar sem það var einmuna blíða og bæði lesarar og gestir nutu þess að vera úti.
Lesa meira
22.05.2025
Á hverju vori gera nemendur í 10.bekk lokaverkefni. Krakkarnir ákveða viðfangsefni og hafa ákveðinn tíma til að vinna við verkefnið og ljúka því. Vinnuferlið er skipulagt og reglulega hitta nemendur kennara til að gera grein fyrir stöðu verkefnisins. Í ár voru verkefnin mjög fjölbreytt; smíðaverkefni, listræn verkefni, fræðsluefni, tölvuleikjahönnun og ýmislegt fleira eins og myndirnar sýna. Það er alltaf mjög ánægjulegt að fylgjast með nemendunum sýna verkefnin sín enda full ástæða fyrir þá að vera stolt af því sem hefur áunnist.
Lesa meira
20.05.2025
Krakkarnir í 3ja bekk nutu góðviðris á fjörðunum í vikunni. Hópurinn skoðaði Safnahúsið á Norðfirði þar sem var margt spennandi að sjá. Síðan var farið yfir á Mjóeyri þar sem krakkarnir borðuðu nesti og léku sér svo í fjörunni. Þar fundust ýmsar gersemar, t.d. marflær og lokaðar skeljar sem var gaman að gægjast í. Hundurinn Skotta sló í gegn á Mjóeyri en hún fékk að smakka á nestinu hjá krökkunum og lék svo við þau.
Lesa meira
19.05.2025
Árlega kjósa börn þær bækur sem þeim þykja skemmtilegastar, áhugaverðastar eða bestar.
Í ár fengu 128 bækur kosningu en kosið var á almennings- og skólabókasöfnum um allt land. Um 100 nemendur í Egilsstaðaskóla tóku þátt í kosningunni.
Eftirfarandi bækur lentu í topp 10 sætunum hjá börnunum og eru hér í stafrófsröð.
Bekkurinn minn - Hendi! - Textahöfundur Yrsa Þöll Gylfadóttir, myndhöfundur Iðunn Arna.
Dagbók Kidda klaufa : ekkert mál eftir Jeff Kinney, þýðing: Helgi Jónsson
Hundmann : óbyggðirnar kvabba - eftir Dav Pilkey í nafni Georgs Skeggjasonar og Haralds Hugasonar, þýðing: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Iceguys eftir Heiðu Björk Þórbergsdóttur ; flestar ljósmyndir: Ester Magnúsdóttir
Kærókeppnin eftir Emblu Bachmann, myndlýsing: Blær Guðmundsdóttir.
Lára fer á fótboltamót eftir Birgitta Haukdal, myndlýsing: Anahit Aleksanian og Elen Sargsyan
Orri óstöðvandi -heimsfrægur á Íslandi eftir Bjarna Fritzson, myndlýsing: Þorvaldur Sævar Gunnarsson
Ronaldo er frábær eftir Simon Mugford, hönnuður og myndlýsing Dan Green, þýðing: Guðni Kolbeinsson
Stella segir bless! eftir Gunnar Helgason, kápumynd Rán Flygenring
Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði eftir S. Norðfjörð og Sveindísi Jane Jónsdóttur, myndlýsing: Elena Yalcin
Lesa meira
15.05.2025
Undanfarið hafa nemendur í 5. bekk kynnt sér heimingeiminn og ýmislegt sem þar er að finna. Krakkarnir hafa fræðst um veðurhvolt, miðhvolf, geimferðir, loftsteina og margt margt fleira. Þau gerðu sér líkön af himingeimnum og héldu sýningu fyrir gesti af leikskólanum. Myndirnar sýna hversu fjölbreyttar útfærslurnar urðu.
Lesa meira