Fréttir

Sumarfrí og skólabyrjun

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 21. júní til 5. ágúst. Upplýsingar um verðandi umsjónarkennara fyrir næsta skólaár verða settar inn á heimasíðu skólans á ágúst. Skólabyrjun Skólasetning verður föstudaginn 23. ágúst. Foreldrar fá sendan tölvupóst með nánari upplýsingum um skólabyrjun. Frístund Forráðamenn nemenda í 1. – 2. bekk sem hyggjast nýta sér lengda viðveru nemenda eftir skóla, skrái börn sín í gegnum íbúagátt Fljótsdalshéraðs. Umsóknarfrestur er til og með 5.ágúst 2019. Frístund tekur til starfa 23. ágúst fyrir 2. bekk og 26. ágúst fyrir 1. bekk.
Lesa meira

Skólaslit

1.-4. bekkur mætir kl.14:30 og 5.-9. bekkur mætir kl.15:00. Eftir samveru á sal fara bekkirnir í heimastofur þar sem nemendur fá afhentan vitnisburðinn. Skólaslit og brautskráning 10. bekkjar verða kl.20:00 í sal Egilsstaðaskóla.
Lesa meira

Kjaftað um kynlíf

Sigga Dögg kynfræðingur verður með fræðslufyrirlestur fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði fimmtudaginn 16. maí 2019 kl.20:00. Verður fræðslan haldin í fyrirlestrarsal Egilsstaðaskóla. Markmið fræðslunnar er að kynfræðsla verði sjálfsagður hluti af samræðum foreldra við börn sín og að fræðslan styrki þeirra samskipti. Sigga Dögg nálgast málefnið af húmor og á hispurslausan og hreinskilinn máta. Sigga Dögg hefur mikla reynslu af kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum, ásamt því að veit foreldrum fræðslu.
Lesa meira

Skóladagatal 2019-2020

Skóladagatal Egilsstaðskóla fyrir næsta skólaár er nú tilbúið. Skóladagatalið heldur utan um skipulag skólastarfsins. Í reit neðst á dagatalinu er skilgreining á litum dagatalsins. Starfsdagar kennara á skólatíma eru samræmdir milli grunn- og leikskóla á Fljótsdalshéraði að kröfu fræðsluyfirvalda. Það eru tilmæli skólastjóra að foreldrar nýti frídaga á skóladagatali til fría ef stefnt er að þeim á skólaárinu. Munum að góð skólasókn eru hagsmunir barnsins og að skólinn gengur að öllu jöfnu fyrir öðrum verkefnum.
Lesa meira

Lagarfljótsormurinn 50 ára!

Lagarfljótsormurinn, skólablað Egilsstaðaskóla er komið út. Þau tímamót eru í ár að nú eru árgangarnir orðnir 50 talsins. Af því tilefni er viðtal við Þórhall Pálsson en hann var annar tveggja sem voru ritstjórar fyrsta blaðsins. Hægt er að kaupa blaðið í afgreiðslu skólans. Eintakið kostar 1000 krónur.
Lesa meira

Útistærðfræði hjá 1. bekk

Í dag var svo glimrandi gott veður að 1.bekkur skellti sér út í stærðfræðitímanum. Þar eru næg verkefni að telja glugga, mæla fótboltavöllinn, vigta steina og skoða form.
Lesa meira

Þjóðleikur

Þjóðleiksverkefnið fagnar 10 ára afmæli í ár, en verkefnið er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og ungs fólks á landsbyggðinni. Fulltrúar Egilsstaðaskóla á hátíðinni er hópur nemenda í 8.-10.bekk sem hafa í vali sett upp leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason undir stjórn Estherar Kjartansdóttur. Við hvetjum alla til þess að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði sem haldinn er annað hvert ár
Lesa meira

Átaksverkefni gegn skólaforðun

Egilsstaðaskóli tekur þátt í átaksverkefni gegn skólaforðun í samstarfi við Austurlandslíkanið og aðra skóla á starfssvæði þessi. Austurlandslíkanið er samstarfsvettvangur félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs, skóla og heilsbrigðisþjónustu um velferð nemenda og stuðning við fjölskyldur. Fyrsta skrefið í verkefninu er fræðsla til foreldra um hugtakið skólaforðun ásamt upplýsingum um stöðu málsins í Egilsstaðaskóla og lýsingu á nýju verklagi. Mikilvægt er að foreldrar séu meðvitaðir um mikilvægi skólasóknar og læri að þekkja rauðu flöggin sem gefa til kynna að um skólaforðun geti verið að ræða. Með því móti er líklegra að grípa megi til aðgerða áður en vandinn vex.
Lesa meira

Útivistardagur í Stafdal

Fimmtudaginn 28. mars sl. var útivistardagur í 5., 6. og 7. bekk í Egilsstaðaskóla. Þar fóru nemendur, kennarar og stuðningsfulltrúar í Stafdal og skemmtu sér saman. Sumir renndu sér á skíðum á meðan aðrir sýndu listir sínar á snjóbrettum. Einhverjir renndu sér á plastpokum, sleðum og/eða snjóþotum í brekkunum og sumir reyndu að ganga upp á topp. Ekki var annað að sjá en að langflestir virtust skemmta sér vel þennan dag í sólríku og góðu veðri og fínu færi í fjallinu.
Lesa meira

Hér áður fyrr

Hefð er orðin fyrir því hér í skólanum að nemendur 4. bekkjar vinni að samþættu landnámsverkefni í samstarfi umsjónar- og verkgreinakennara. Þessi vinna hefur staðið yfir meira og minna frá áramótum. Í vikunni var svo sýning og kynning á verkefninu sem foreldrar nemenda í fjórða bekk fengu að njóta. Umsjónarkennarar sinntu öllu sem snéri að bóklega þættinum, börnin fræddust um landmótun frá grunni, horfðu á mynd um eldgosið í Surtsey og landnám plantna og dýra þar. Mikið var rætt um landmótun og hvaða dýr hafa numið land á og við Ísland – hver eru innlend og hver innflutt. Svo var lesið um landnám Íslands, hvaða ástæður lágu að baki brottflutningi fólks og hvers vegna menn ákváðu að setjast að á Íslandi. Nemendur kynntu sér víkingaskip og gerðu líkön, unnu með nokkra landnámsmenn, kynntu sér húsakost landnámsmanna. Stórt Íslandskort var málað. Allir bjuggu til sinn landnámsmann sem fékk svo pláss í víkingaskipunum sem gerð voru. Einnig voru gamlir þjóðhættir kynntir og til dæmis farið í verklag fyrri tíma, gamla tímatalið, gamla leiki, siði og hefðir. Í verkgreinum bjuggu nemendur til viskuskrín, bjuggu til bók með ýmiskonar viskukornum, fræddust um galdra og galdrastafi, bjuggu til galdrastein, skoðuðu rúnaletur og æfðu sig að skrifa það. Viskuskrínin eru lítil box unnin úr viði og skreytt með höfuðstaf á leðurbút sem nemendur teiknuðu og skreyttu eftir eigin höfði. Í skrínin fóru síðan ýmsir hlutir sem tengdust fræðslunni. Í myndmennt bjuggu nemendur einnig til víkingaskip úr leir. Í heimilisfræði fengu nemendur fræðslu um matargerð og geymslu matvæla fyrr á öldum. Smökkuðu á þorramat og mysudrykk. Lærðu að steikja parta og laufabrauð sem og lummur. Á sýningunni var boðið upp á parta með smjöri og eplasafa.
Lesa meira