Samvinna

Í Egilsstaðaskóla er unnið í kennarateymum og hver árgangur hefur 2-3 kennara sem vinna saman að þeirra málefnum. Samvinnunám er hluti kennslu í öllum árgöngum og samvinna bæði kennara og nemenda er í hávegum höfð.   Markmið skólans er að nemendur öðlist færni í að vinna með öðrum.