Byrjendalæsi

Kennt verður samkvæmt aðferðum í Byrjendalæsi. Undir byrjendalæsi eru íslenska, náttúrufræði og samfélagsfræði samþætt. Í Byrjendalæsi er fjölbreyttur gæðatexti lagður til grundvallar lestrarkennslunni. Öll tæknileg vinna sprettur út frá þeim efniviði sem felst í merkingabærum texta; barnabækur, skáldsögur, ljóð og fræðitextar.

Lestur og bókmenntir
Nemendur geti  lesið sér til gagns og gamans, hátt og í hljóði og aukið orðaforða, málskilning, lesskilning og leshraða. Nemendur geti valið sér bækur eftir áhugasviði, kunni nokkrar vísur og ljóð og kynnist þekktum íslenskum þjóðsögum, ævintýrum og frásögnum. Í skólanum er yndislestur á hverjum degi þar sem nemendur lesa í 20 mínútur. Heima eiga nemendur að lesa 5x í viku upphátt fyrir foreldra.

Ritun
Nemendur læri að draga rétt til stafs. Þjálfist í að endursegja frásagnir eftir upplestri með myndum eða stuttum texta. Fái tækifæri til að skoða og skrifa margvíslega texta, svo sem frásagnir, dagbækur, sögur, ljóð og sendibréf og geti tjáð hugmyndir sínar og reynslu með stuttum texta. 

Málfræði 
Nemendur öðlist jákvætt viðhorf til móðurmálsins með því að leika sér með það og nota tungumálið á margvíslegan hátt. Þjálfist í að nota stafrófið og þekki helstu einingar tungumálsins, bókstafi, hljóð, orð, samsett orð og hafa kynnst málsgreinum.

Talað mál, hlustun og áhorf  
Nemendur þjálfist í að tala skýrt og áheyrilega, kynnist og syngi texta af ýmsum gerðum, endursegi  léttar frásagnir, segi frá eigin reynslu og lesi upp eigin sögur fyrir bekkjarfélaga. Nemendur geti hlustað á upplestur. Nemendur tileinki sér þær reglur sem gilda í samræðum og fylgi fyrirmælum.  

Helstu viðfangsefni:

1. bekkur 

2. bekkur  

Geti fundið lykilorð í einföldum texta og endursagt aðalatriði. Átti sig á mun á skáldsögu og fræðiefni. Þekki hugtakið sögupersónur.  Nemendur kynnist einföldum stafsetningarreglum svo sem um stóran staf á eftir punkti og í sérnöfnum og einföldum og tvöföldum samhljóða. Þekki mun á sérhljóðum og samhljóðum. 
Efnisþættir sem 2. bekkur hefur unnið með eru: Árstíðirnar, Lagarfljótsormurinn, land og þjóð, hreindýr og svo samþætt verkefni með list- og verkgreinum sem byggt er á bókinni Blómin á þakinu.

3.bekkur:  

Þekki hugtökin sögupersónur, söguþráð, umhverfi og boðskap. Nemendur nýti sér einfaldar stafsetningarreglur, svo sem um einfalda og tvöfalda samhljóða, að málsgrein hefst á stórum staf og endar á punkti og að sérnöfn eru rituð með stórum staf. Þjálfist áfram notkun í stafrófsins og þekki helstu einingar tungumálsins, bókstafi, hljóð, orð og samsett orð og geti fundið kyn og tölu orða. 
Efnisþættir sem 3. bekkur hefur unnið með eru: Himingeimurinn, fuglar, hafið, vorferð, örnefni, vinátta, köngulóin og Gula sendibréfið