- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
Í skólanum er unnið með læsi í víðum skilningi og á fjölbreyttan hátt með merkingarbærum viðfangsefnum. Skólinn hefur að leiðarljósi að skapa góða lestrarmenningu í skólanum þar sem stuðlað er að áhuga og ánægju af lestri. Lestur er lykillinn að öllu námi og því þarf lestrarþjálfun að vera með fjölbreyttu sniði á öllum stigum skólans
Á yngsta stigi er unnið með Byrjendalæsi sem er samvirk námsaðferð þar sem áhersla er lögð á orðaforða, lestrartækni, lesskilning og ritun á skapandi hátt. Lykilþættir í lestrarnáminu eru áhugi, samvinna og gleði.
Á miðstigi er áfram unnið með leshraða og skilning með ýmsum aðferðum s.s. PALS sem er aðferð byggð á samvinnu og samlestri og þjálfar lestrarfimi og lesskilning í pörum. Nemendur í 7.bekk taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni.
Á unglingastigi er lestrarþjálfun haldið áfram með hraðlestrarnámskeiðum og markvissum aðferðum til að þjálfa lesskilning. Unnið er með lestur og læsi með samþættingu námsgreina á öllum stigum.