Formleg skil á námsmati

Formleg skil á námsmati eru þrisvar á skólaári. Frammistöðumat í Mentor er framkvæmt tvisvar á vetri í tengslum við samstarfsviðtöl sem eru í byrjun nóvember og mars. Foreldrar setjast niður með nemendum heima og aðstoða þá við að framkvæma matið inn á Mentor. Frammistöðumat er sjálfsmat nemenda á virkni, viðhorfi og áhuga í einstökum námsgreinum. Samhliða skrá kennarar allra námsgreina sitt mat. Hluti af frammistöðumatinu er sjálfsmat nemenda á lykilhæfni. Frammistöðumat er til umræðu í samstarfsviðtölum nemenda, foreldra og kennara. Í samstarfsviðtölum setja nemendur sér persónuleg markmið sem sett eru á oddinn næstu mánuði.

Að vori er formlegur vitnisburður afhentur við skólaslit. Námsmat skólans er hæfnimiðað og allt fært í gengum Mentor.  Metið er út frá hæfniviðmiðum og geta foreldrar skoðað þau viðmið sem liggja til grundvallar matinu inn á Mentor undir hæfnikort nemenda. Formlegur vitnisburður er afhentur við skólalok. Vitnisburður í formi bókstafa í 5.-10.bekk A B+ B C+ C D en í formi umsagna hjá 1.-4.bekk.  Bókstafarnir standa fyrir ákveðinn kvarða sem í stuttu máli er A fyrir framúrskarandi hæfni, B fyrir góða hæfni, C fyrir sæmilega hæfni og D fyrir það þegar hæfni er ábótavant. Í 1.-9.bekk er vitnisburður gefinn fyrir hæfni á námssviði annars vegar, þ.e. í hefðbundnum námsgreinum, en hins vegar fyrir svo kallaða lykilhæfni, sem byggir á grunnþáttum menntunar og áhersluþáttum grunnskólalaga. 

Lykilhæfnin er fjölbreytt og í henni felst m.a. samskipti og virðing, tjáning og miðlun, nýting og miðlun upplýsinga, mat á eigin námi, metnaður og ábyrgð , sjálfstæði og samvinna og skapandi hugsun og frumkvæði.

Foreldrar og nemendur sjá á vitnisburðarblaði bókstafi eða umsögn, en geta síðan farið inn á Mentor og skoðað þar hvaða viðmið eru lögð til grundvallar  mati kennara á frammistöðu nemandans.

Matskvarði 5. -10. bekkur – yfirlit

matskvardi yfirlit