Skólareglur og viðbrögð við brotum

Skólareglur Egilsstaðaskóla og viðbrögð við brotum

Um skólareglur

Í reglugerð nr.1040/2011 um skólareglur er kveðið á um að skólareglur skuli vera skýrar og afdráttarlausar og í samræmi við aðalnámskrá og lög um grunnskóla. Í þeim á að kveða á um almenna umgengni, samskipti, stundvísi, ástundun náms, heilbrigðar og hollar lífsvenjur og réttindi og skyldur. Í reglunum á að koma skýrt fram hvernig skólinn ætlar að bregðast við brotum á þeim.

Í Egilsstaðaskóla er lögð áhersla á að byggja upp skólabrag sem einkennist af vinsemd og virðingu.

 

Skólareglur Egilsstaðaskóla

 

Almennar reglur:

v Við sýnum tillitsemi og fylgjum almennum umgengnisvenjum.

v Við komum á réttum tíma í allar kennslustundir og höfum viðeigandi námsgögn meðferðis.

v Nemendum er ekki veitt leyfi úr kennslustundum nema að beiðni foreldra/forráðamanna.

v Yfirgefi nemandi kennslustund án leyfis kennara getur hann átt von á því að fá skráða fjarvist.

v Óheimilt er að hafa sælgæti eða gosdrykki í skólanum á skólatíma, nema annað sé ákveðið.

v Meðferð og notkun tóbaks og annarra vímuefna er bönnuð í og við skólann og hvar sem nemendur eru á vegum skólans.

v Nemendum ber að hlýða starfsfólki skólans í öllu því er skólann varðar.

v Telji nemandi að starfsfólk skólans sýni sér ranglæti getur hann leitað til umsjónarkennara eða námsráðgjafa og/eða vísað máli sínu til skólastjórnar eða nemendaverndaráðs.

 

Frímínútur:

v Nemendur í 1.-7.bekk skulu vera úti í frímínútum nema veður hamli eða annað sé ákveðið.

v Þó má 7. bekkur vera inni í hádeginu og frímínútum kl. 14-14:10.

v Nemendum í 8.-10.bekk er heimilt að vera inni í frímínútum.

v Nemendum er óheimilt að fara út fyrir skólalóðina án leyfis.

 

 

Æskileg hegðun nemanda

  • Virðir skólareglur
  • Kemur fram af virðingu við samnemendur og starfsfólk skólans.
  • Sýnir almenna kurteisi í orði og verki
  • Fylgir fyrirmælum starfsfólks
  • Gengur vel um húsnæði og eigur skólans
  • Gengur hljóðlega um skólahúsnæði og sýnir tillitsemi í allri umgengni
  • Sýnir tillitsemi og varúð á skólalóðinni
  • Virðir bækur, tæki og önnur kennslugögn skólans
  • Gætir vel að persónulegum eigum og gögnum
  • Virðir eigur og gögn annarra nemenda
  • Sinnir vel störfum og axlar ábyrgð sem umsjónarmaður og borðstjóri í matsal

 

Frávik frá skólareglum

Mikilvægt er að starfsmenn, foreldrar og nemendur séu meðvitaðir um æskilega hegðun og viðbrögð við hegðunarfrávikum. Nemendur fá fræðslu og þjálfun varðandi muninn á æskilegri hegðun og hegðunarfrávikum.

Í Egilsstaðaskóla er leitast við að hafa skýr og fyrirsjáanleg viðbrögð við

hegðunarfrávikum. Hegðunarfrávikum er skipt upp í þrjú stig eftir alvarleika.

Í dagsins önn er ekki óeðlilegt að nemendur gleymi sér og þurfi leiðsögn um viðeigandi hegðun.

Flestum málum lýkur með leiðsögn og ábendingu. Minniháttar hegðunarfrávik fyrnast en ef óviðunandi hegðun er viðvarandi er barn stutt til að bæta hegðun sína með markvissum aðgerðum skóla og heimilis.

 

 

  1. stigs hegðunarfrávik

Dæmi um hegðunarfrávik þar sem ástæða er til að ætla að barn sé með ásetningi að brjóta skólareglur og tekur ekki leiðsögn starfsmanns.

Dæmi um 1. stigs hegðunarfrávik

  • Fylgir ekki fyrirmælum
  • Þrasar, ögrar, rífst
  • Truflar afhafnir, leiki eða vinnu annarra
  • Gengur illa um
  • Pikkar og potar, ögrandi snerting
  • Gargar, gólar, hleypur á göngum
  • Kemur seint í tíma/fer úr tíma án leyfis
  • Fer án leyfis út af skólalóðinni

 

Framkvæmd og eftirfylgni vegna 1. stigs hegðunarfrávika:

Nemandi er tekinn til hliðar og rætt við hann. Grennslast er fyrir um málsatvik. Nemanda er leiðbeint og lögð áhersla á að hann skilji hvaða reglu hann braut og viti hvernig hann á að bregðast við næst. Lögð er áhersla á að kennari/starfsmaður hrósi nemanda fyrir samvinnu.

Í fyrsta sinn sem starfsmaður þarf að leiðbeina nemenda í kjölfar 1. stigs hegðunarfráviks og nemandi tekur strax leiðsögn telst málinu lokið. Ef um ásetning er að ræða eða nemandi tekur ekki leiðsögn er það skráð í Mentor.

Ef nemandi sýnir ítrekað fyrsta stigs hegðunarfrávik samsvarar það annars stigs hegðunarfráviki og skal framfylgt samkvæmt því.

 

 

  1. stigs hegðunarfrávik

Dæmi um hegðunarfrávik þar sem illgirni og ásetningur ræður athöfnum og eða orðum nemenda. Orð og atferli valda öðrum vanlíðan og /eða bera vott um vanvirðingu.

Dæmi um 2. stigs hegðunarfrávik

  • Notar særandi eða niðrandi orðbragð
  • Óhlýðnst, neitar að fylgja fyrirmælum
  • Segir ósatt, svindlar
  • Hrekkir, stríðir
  • Skemmir á eigur annarra eða skólans
  • Fer ekki eftir reglum um síma og tölvunotkun
  • Hnuplar
  • Áflog þar sem allir málsaðilar sættast og engir eftirmálar eru
  • Skrópar í tíma
  • Þegar nemandi fær annan nemanda til að framkvæma 2. stigs hegðunarfrávik

 

Framkvæmd og eftirfylgni vegna 2. stigs hegðunarfrávika:

Umsjónarkennari/kennari eða nemandi sjálfur (í viðurvist kennara) hefur samband við

foreldra/forráðamenn. Kennari skráir atvikið í Mentor.

Daginn eftir gera foreldrar grein fyrir því hvaða niðurstöðu samtal foreldra og nemenda skilaði með símtali eða tölvupósti til kennarans.

Ef nemandi sýnir 2 stigs hegðunarfrávik á ný boðar umsjónarkennari foreldra

/ forráðamenn til fundar sem hefur það hlutverk að búa til umbótaáætlun með samstarfi nemenda, foreldra og deildarstjóra viðkomandi stigs.

Ef nemandi sýnir ítrekað annars stigs hegðunarfrávik samsvarar það þriðja

stigs hegðunarfráviki og skal framfylgt samkvæmt því.

 

 

  1. stigs hegðunarfrávik

Hér er um að ræða alvarleg hegðunarfrávik sem stofna öryggi og vellíðan nemenda

og/eða starfsfólks í hættu og leiðir til alvarlegrar truflunar á skólastarfi.

Dæmi um 3. stigs hegðunarfrávik

  • Ofbeldi/líkamsárás
  • Verulega ógnandi hegðun / alvarlegar hótanir
  • Alvarleg skemmdarverk
  • Þjófnaður
  • Berar kynfæri eða rass á óviðeigandi stöðum
  • Meðferð vopna, eldfæra,ávana- og fíkniefna
  • Þegar nemandi fær annan nemanda til að framkvæma 3. stigs hegðunarfrávik

 

Framkvæmd og eftirfylgni vegna 3. stigs hegðunarfrávika:

Þegar nemandi hefur orðið uppvís að einhverju framantöldu er hann tekinn úr aðstæðum og verður undir eftirliti starfsmanns/kennara.

Skólastjórnendur ræða við aðila málsins. Þeir afla upplýsinga frá þeim sem urðu vitni að atburðinum. Umsjónarkennari og /eða viðkomandi kennari/skólastjórnandi hringi í foreldra.

Í framhaldi meta skólastjórnendur alvarleika málsins og nemandi er í einvist tiltekinn fjölda kennslustunda eða það sem eftir er dagsins.

Í alvarlegri tilvikum eru foreldrar / forráðamenn boðaðir til fundar með nemanda, skólastjórnanda og umsjónarkennara. Nemandi fer ekki inn í bekk fyrr en fundað hefur verið og málið til lykta leitt. Nemandinn er í umsjón skólastjórnenda, það sem eftir er dagsins.

Telji skólinn að beita þurfi frekari úrræðum ber að tilkynna það símleiðis til foreldra sem fyrst, þannig að svigrúm gefist fyrir foreldra og nemanda að ræða það fyrir fund.

Sé ekki unnt að funda samdægurs er fundað strax við upphaf næsta skóladags, til að nemandi missi sem minnst úr kennslu.

Ef nemandi hefur endurtekið sýnt þriðja stigs hegðunarfrávik getur skólastjóri vísað málinu til fræðsluyfirvalda, Skólaskrifstofu eða barnaverndar.

Í samvinnu við samstarfsaðila ( foreldrar, barnaverndarnefnd, sérfræðiþjónusta, heilsugæsla, lögregla eða eftir því sem við á) er sett fram aðgerðaáætlun. Skólastjórnendur sjá til þess að henni sé fylgt. Jafnframt skal skóli halda skrá um atburði út frá sjónarhóli allra aðila og viðbrögð skóla og framvindu máls.

 

Gildistaka og kynning

Framangreint tekur gildi 2.september 2013 eftir kynningu fyrir nemendum og foreldrum.

Síðast breytt 11.09.2020