Virkt þróunarstarf

Markmið: Að stuðla að fagmennsku og fjölbreyttum kennsluháttum.

Ígrundun á skólastarfi og endurskoðun á fyrirkomulagi og aðferðum er hluti af virkri skólaþróun. Skólinn tekur virkan þátt í þróunarverkefnum sem snúa að innleiðingu á nýjum kennsluháttum og samstarfsverkefnum innanlands og utan. Má þar nefna innleiðingu Byrjendalæsis, leiðsagnarnáms og uppeldisstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar.