Fréttir

15.01.2026

Val á elsta stigi

Þessa dagana velja nemendur námskeið fyrir valtímabil 3. Val fyrir nemendur í 8. - 10. bekk er kennt tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, 2 kennslustundir í senn. Boðið er upp á ýmis konar námskeið, að hluta til í list-og verkgreinum en einnig íþróttatengt s.s. æfingar fyrir Skólahreysti. Auk þess má finna námskeið þar sem áherslan er á golf og pílu og á næsta tímabili verður boðin námsaðstoð í stærðfræði og öðrum greinum sem krakkarnir vilja fá aðstoð í. Valbæklingur fyrir 3ja tímabil er aðgengilegur undir flipanum Nám og kennsla - Val í 8. - 10. bekk.
02.01.2026

Gleðilegt nýtt ár

Stjórnendur og starfsfólk Egilsstaðaskóla óskar nemendum, foreldrum og forsjáraðilum þeirra og velunnurum skólans gleðilegs nýs árs með kærri þökk fyrir liðið ár. Kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 5. janúar.
16.12.2025

Augnablik í desember

Það er að færast jólablær yfir skólann, nemendur og starfsfólk. Ýmis verkefni eru í gangi; yngri nemendur eru að pakka inn jólagjöfum til foreldra, lita jólamyndir, reikna og skrifa sögur. Það er búið að búa til ýmiskonar jólaskraut og jólakötturinn er sjáanlegur víða. Á bókasafninu er jólabókaklúbbur og nemendur og starfsfólk hafa hengt upp köngla í stofur og á bókasafni, sem tákna hverja lesna bók. Á fimmtudaginn er jólaskemmtun elsta stigs og þangað er 7. bekkingum boðið sem gestum. Sú skemmtun stendur frá kl. 19.00 til 22.00. Í 1. - 6. bekk koma nemendur í skólann kl. 10.00 á föstudaginn, hlusta á jólasögu, halda stofujól og dansa svo kringum jólatréð. Skóladegi þeirra lýkur klukkan 11.30.