Fréttir

20.10.2025

Opið hús og bleikur dagur

Miðvikudaginn 22. október er opið hús i skólanum. Foreldrar og forsjáraðilar eru velkomnir í skólann til að kynna sér skólastarfið. Dagurinn er einnig helgaður vitundarvakningu um krabbamein og nemendur og starfsfólk hvatt til að klæðast bleiku til að lýsa upp skammdegið.
09.10.2025

Sjöttubekkingar heimsækja Seyðisfjörð

Nemendum í 6. bekk var boðið í heimsókn í Skaftfell á Seyðisfirði. Auk þess að skoða myndir eftir Kjarval og fá fræðslu um hann fóru krakkarnir á Tækniminjasafnið og skoðuðu ýmsa muni sem þar eru varðveittir. Þau voru brosmild og sungu á leiðinni heim í rútunni enda góður föstudagsmorgunn á Seyðisfirði.
03.10.2025

Á ferð um Ísland

Það er gaman að læra um landið sitt og það er hægt að gera á margan hátt. Krakkarnir í 6. bekk hafa unnið verkefni um Ísland þar sem þau hafa skrifað ferðasögur og fundið þjóðsögur sem tengjast ákveðnum stöðum. Þau merktu inn á stórt Íslandskort og tengdu svo myndir og sögur við staðina á kortinu. Skemmtileg leið til að læra landafræði.