Fréttir

01.12.2022

Árshátíð unglingastigs

Árshátíð elsta stigs var haldin 17.nóvember sl. Nemendur settu upp söngleikinn Mamma Mia eftir Benny Andersson, Björn Ulveus og Caherine Johnson, í leikstjórn Hrefnu Hlínar Sigurðardóttur með aðstoð Berglindar Hönnudóttur, Hildar Vöku Bjarnadóttur og umsjónarkennara í 8.-10.bekk. Öll umgjörð sýningarinnar var undirbúin af nemendum, kennurum og starfsfólki skólans. Hljómsveit skipuð kennurum og nemendum Tónlistarskólans á Egilsstöðum lék undir í nokkrum lögum en flestir þekkja Abba-lögin sem sungin eru í sýningunni. Sýnt var fyrir fullu húsi og undirtektir áhorfenda voru mjög góðar. Enginn aðgangseyrir var á sýninguna en tekið við frjálsum framlögum. Það er ánægjulegt að fyrir upphæðina sem áhorfendur lögðu til var hægt að kaupa nokkra hljóðnema, sem er mjög mikilvægt að eiga hér í skólanum til að nota við ýmis tækifæri. Sýningin var tekin upp af Tókatækni og verður upptakan til sölu. Upplýsingar um það verða sendar síðar.
29.11.2022

9.bekkur í krufningu

Í 9.bekk er fjallað um mannslíkamann í náttúrufræði. Eitt af verkefnunum er að kryfja líffæri til að nemendur sjái með eigin augum – og finni – hvernig líffæri eru. Notuð eru hjörtu, lifur o.fl. úr kindum sem keypt eru til þessara nota. Nemendur er misupprifnir yfir verkefninu en flestum finnst þetta fróðlegt. Meðfylgjandi mynd er frá krufningunni, birt með leyfi kennara og nemenda.
28.11.2022

Lestrarsprettur á miðstigi

Í haust hafa nemendur á miðstigi tekið þátt í lestrarspretti, sem snúist hefur um að lesið er eins mikið og hægt er á ákveðnu tímabili. Afraksturinn birtist myndrænt á göngunum fyrir framan kennslustofurnar. Í einhverjum tilfellum endaði spretturinn með þvi að bekkurinn horfði á mynd og fékk popp – enda höfðu þau búið sér til popp-mynd úr lesnum bókum.
12.08.2022

Skólabyrjun