- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
Í Egilsstaðaskóla er lögð áhersla á list- og verkgreinar.
Markmiðið er annars vegar að ýta undir forvitni og skapandi hugsun við vinnu. Hins vegar að nemendur tileinki sér margskonar verkfærni og vinnubrögð.
Nemendur eru hvattir til að þróa hugmyndir sínar og fylgja þeim eftir í listsköpun, viðra skoðanir sínar og tilfinningar á uppbyggjandi hátt. Áhersla er á ferli ekki síður en afrakstur og reynt að hafa opin viðfangsefni og val um leiðir til lausna.
Í skólanum er áhersla lögð á að samþætta list og verkgreinakennslu við aðrar námsgreinar og er hefð fyrir því í nokkrum árgöngum. Stefnt er að frekari samþættingu. Unnið hefur verið að því að efla tengsl list og verkgreina við umhverfið og samfélagið. Nemendur taka þátt í sýningum og sækja sýningar á staðnum eins og kostur er. Einnig hefur skólinn boðið samborgurum á metnaðarfullar nemendasýningar og uppákomur.
Skólinn býr yfir mjög góðri list- og verkgreinaaðstöðu og allir verkgreinakennarar eru menntaðir list- og verkgreinakennarar. List- og verkgreinar eru fastar námsgreinar frá 1.-7.bekk. Í 8.-10. bekk eru þessar greinar stór hluti af vali og geta því nemendur sem áhuga hafa aukið kunnáttu sína og færni í þessum greinum. Á miðstigi er boðið upp á valnámskeið einu sinni í viku þar sem aðstaða í list og verkgreinastofum er vel nýtt.
Í skólanum er góð aðstaða til leiksýninga og áhersla er lögð á metnaðarfullar sýningar á árshátíðum hvers stigs og að allir nemendur komi fram á árshátíðum yngsta og miðstigs. Á elsta stigi er settur upp söngleikur og hafa nemendur val um þátttöku í honum.