Grunnþættir menntunar

Grunnþættir í menntun ásamt áhersluþáttum grunnskólalaga skulu vera leiðarljós í almennri menntun og starfsháttum í grunnskóla. Þeir eiga að birtast í inntaki námsgreina og námssviða aðalnámsskrár, í hæfni nemenda, námsmati, skólanámskrá og innra mati skólans (Aðalnámskrá grunnskóla – Almennur hluti 2011 – Greinasvið 2013:36).
Með grunnþáttunum er áhersla lögð á að rækta þá þekkingu, leikni og viðhorf sem nýtast nemendum til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í samfélagi sem byggir á jafnrétti og lýðræði.
Grunnþættir eiga að koma fram í inntaki námsgreina og námssviða skóla og vera sýnilegir. Grunnþættirnir eru: læsi, sköpun, sjálfbærni, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi og heilbrigði og velferð. Þótt grunnþættirnir séu samtvinnaðir hefur hver sín sérkenni.

Sjá frekar: www.namtilframtidar.is