Grunnþættir menntunar

Í Aðalnámskrá grunnskóla (2011) eru settir fram sex grunnþættir menntunar sem menntastefna námskrárinnar byggir á. Þessir þættir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Hugmyndin er að grunnþættirnir endurspeglist í öllu skólastarfi og séu sýnilegir í starfháttum, samskiptum og skólabrag. Grunnþáttunum er jafnframt ætlað að fléttast við inntak námsgreina og styrkja þekkingu, leikni og viðhorf einstaklingsins og leggja þannig grunninn að gagnrýninni og virkri þátttöku í lýðræðissamfélagi. Hér á eftir er yfirlit yfir megindrætti þess hvernig grunnþættirnir birtast í skólastarfi Egilsstaðaskóla m.t.t. mismunandi árganga. Yfirlit þetta er í sífelldri þróun í takt við skólastarfið.

frekar: www.namtilframtidar.is