Jákvæður skólabragur

Í Egilsstaðaskóla er lögð áhersla á að byggja upp skólabrag sem einkennist af vinsemd og virðingu. Það gerum við með því að:

• virða skólareglur
• koma fram af virðingu við samnemendur og samstarfsfólk
• sýna almenna kurteisi í orði og verki
• fylgja fyrirmælum starfsfólks
• ganga vel um húsnæði og eigur skólans
• ganga hljóðlega um skólahúsnæði og sýnir tillitsemi í allri umgengni
• sýna tillitsemi og varúð á skólalóðinni
• virða bækur, tæki og önnur kennslugögn skólans
• gæta vel að persónulegum eigum og gögnum
• virða eigur og gögn annarra nemenda
• sinna vel störfum og axlar ábyrgð sem umsjónarmenn og borðstjórar í matsal