- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
Samkvæmt grunnskólalögum og aðalnámskrá grunnskóla skal hver skóli meta árangur og gæði skólastarfsins með kerfisbundnum hætti. Matið skal vera tengt markmiðum skólans og aðferðir skulu taka mið af sérstöðu skólans og þeim viðfangsefnum sem unnið er með hverju sinni.
Gagnaöflun innra mats á skólastarfi í Egilsstaðaskóla byggir m.a. á þátttöku skólans í Skólapúlsinum. Allir nemendur í 2. - 5. bekk svara Skólapúlsinum þar sem spurt er um ánægju af lestri, ánægju með skólann og vellíðan. Úrtak nemenda í 6.-10.bekk taka fjórum sinnum á vetri þátt í könnunum Skólapúlsins. Í kjölfar kannana berast stjórnendum upplýsingar um 19 matsþætti tengda virkni nemenda, líðan þeirra og skóla- og bekkjaranda.
Starfsmannakönnun Skólapúlsins fer fram í mars á ári hverju og niðurstöður hennar berast skólanum í byrjun apríl.
Foreldrakönnunin er framkvæmd í febrúar ár hvert. Könnunin er gerð meðal foreldra barna á öllum aldursstigum skólans. Könnuninni svara 120 foreldra líkindaúrtak.
Aðrir þættir sem lagðir eru til grundvallar mati á skólastarfi í Egilsstaðaskóla eru aðrar kannanir s.s. Íslenska æskulýðsrannsóknin (á vegna Mennta- og barnamálaráðuneytis) sem lögð er fyrir nemendur í 6. - 10. bekk.
Að öðru leyti mótast aðferðir við innra mat af því viðfangsefni sem verið er að meta. Niðurstöður innra mats skólans eru birtar í matsskýrslu sem er kynnt í haustbyrjun. Skýrslan er kynnt í skólaráði, fjölskylduráði Múlaþings, fyrir foreldrum, nemendum og starfsmönnum. Matsskýrsla skólans er aðgengileg hér á heimasíðu skólans og einnig matsáætlun, úrbótaáætlun og upplýsingar um matshóp skólans.