Heilsueflandi skóli

Markmið: Að stuðla að andlegu og líkamlegu heilbrigði nemenda og starfsfólks skólans.

Egilsstaðaskóli er Heilsueflandi skóli og brautryðjandi á því sviði á landinu. Með þátttöku í verkefninu einsetur skólinn sér að leggja áherslu á heilbrigði nemenda og starfsfólks jafnt líkamlegt sem andlegt. Unnið er markvisst með mismunandi áhersluþætti á hverju ári. Heilsuteymi skólans sér um viðburði og málefni sem tengjast heilsueflandi skóla. Starfsáætlun heilsuteymisins er að sjá hér.