Náms - og starfsráðgjafi

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda og veita fyrirbyggjandi, fræðandi og þroskandi þjónustu. Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra.

Náms- og starfsráðgjafi getur m.e. aðstoðað þig við að :

  • Þekkja styrkleika þína og veikleika svo þú fáir betur notið þín í námi og starfi
  • Bæta vinnubrögð og námstækni
  • Átta þig á hvar áhugasvið þín liggja
  • Uppgötva hæfileika þín og tækifæri
  • Skipuleggja menntun þín í nútíð og framtíð
  • Leysa persónuleg vandamál sem hindra þig í námi s.s. samskiptaerfiðleika, einelti, námserfiðleika, kvíði, leiði, einmannakennd ofl.
  • Velta fyrir þér framtíðarstarfi
  • Bæta samskipti þín við bekkjarfélaga

Vertu ófeimin að líta við hjá náms-og starfsráðgjafanum til að spjalla bæði um stórt og smátt.

Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa

Náms- og starfsráðgjafi liðsinnir nemendum í málum er snerta skólagöngu þeirra og veitir þeim ráðgjöf um hvernig þeir geti fengið úrlausn sinna mála. Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa eru eftirfarandi:

  • Veitir nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og ræðir við þá um nám, störf og atvinnulíf.
  • Leiðbeinir nemendum um vinnubrögð í námi.
  • Veitir nemendum ráðgjöf í einkamálum þeirra þannig að þeir eigi auðveldara með að ná settum markmiðum í námi.
  • Tekur þátt í að skipuleggja náms- og starfsfræðslu í skólanum.
  • Býr nemendur undir flutning milli skóla og skólastiga með skipulögðum kynningum.
  • Aðstoðar nemendur við að gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum og meta hæfileika sína raunsætt miðið við nám og störf.
  • Veitir foreldrum ráð varðandi nám barna þeirra og fleira
  • Situr fundi Nemendaverndarráðs
  • Hefur samband og samráð við sérfræðinga innan og utan skóla og vísar málum til þeirra eftir ástæðum.

Allir nemendur og forráðamenn þeirra eru velkomnir til náms- og starfsráðgjafa. Foreldrar/forráðamenn geta haft samband við námsráðgjafa í síma 4700 605 eða á netfangið anna.arnfinnsdottir@mulathing.is

 Náms- og starfsráðgjafi Egilsstaðaskóla er Anna María Arnfinnsdóttir.