Skólaheilsugæslan er hluti af starfsemi heilsugæslunnar skv. lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda. Í henni felast skimanir, bólusetningar, heilbrigðisfræðsla, heilsuefling og forvarnarfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans. Tilgangur skólaheilsugæslu er að fylgjast með heilsu, þroska, líðan og högum barna á grunnskólaaldri og efla heilbrigði þeirra, líkamlegt, andlegt og félagslegt. Mikilvægt er að foreldrar hafi samband við skólahj.fr.um/varðandi lyfjagjafir barnsins ef gefa á þau í skólanum. Starfsfólk heilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferða þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Forvarnarfræðsla fer bæði fram í einstaklingsviðtölum og í bekkjarkennslu. Byggist hún að mestu leyti á hugmyndafræði vefsvæðisins heilsuvera.is. Þar má finna fræðsluefnin sem áður voru á 6h.is (hollusta, hvíld, hreyfing, hreinlæti, hamingja, hugrekki og kynheilbrigði). Auk hennar er reynt að verða við óskum foreldra/kennara um annars konar fræðslu ef óskað er. Skólaheilsugæslan hvetur foreldra til að vera vakandi yfir líðan barna sinna, spyrja þau reglulega um líðan þeirra, hrósa þeim og hvetja á jákvæðan hátt.
Ef þið viljið sjá nánar hvaða fræðsla tilheyrir hverjum aldursflokki fyrir sig, er velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinga. Jafnframt sendum við póst til foreldra að lokinni fræðslu hverju sinni með ósk um umræður heima.
Skólahjúkrunarfræðingur sinnir heilsufarsskoðunum, viðtölum og öðru sem til fellur.
Skólahjúkunarfræðingar eru Björg Eyþórsdóttir og Guðbjörg Aðalsteinsdóttir.
Lúsaráð til foreldra