Stærðfræði 8. - 10. bekkur

Á unglingastigi er mikil áhersla lögð á skilning, aðferðir og vinnubrögð. Nemendur þurfa að tileinka sér hugtök og tungumál stærðfræðinnar og eiga að sýna útreikninga og svör á skýran og skipulagðan hátt.  

Nemendur fá viðfangsefni sem hæfa getu hvers og eins. Þessi verkefni geta verið bæði tímafrek og krefjandi. Þau reyna á útsjónarsemi, rökfestu og samvinnu nemenda.   

Mikilvægt er að nemendur geti fært rök fyrir máli sínu við lausn verkefna skriflega, myndrænt eða í mæltu máli.  

Notkun reiknivéla er sjálfsagður þáttur í öllu stærðfræðinámi en einnig munu nemendur kynnast notkun á stafrænni tækni við úrvinnslu verkefna.  

 Kennslan fer að mestu fram á árgangavís og lögð er áhersla á samvinnu nemenda. Nemendur fá námsáætlun úr hverjum þætti þar sem tiltekin eru æfingadæmi, skiladæmi, kannanir og matsverkefni.   

 Hluti stærðfræðináms fer fram þvert á 8., 9. og 10. bekk á svokölluðum svæðum þar sem nemendur geta komið og unnið undir leiðsögn stærðfræðikennara.  

 Helstu viðfangsefni eru:

8. bekkur

Tölur og talnareikningur, rúmfræði, almenn brot, tugabrot og prósent, Tölfræði og algebra og fyrsta stigs jöfnur.  

 9. bekkur

Talnareikningur, línuleg föll og empírísk föll, mál og mælieiningar, rúmfræði m.a. flatarmál, ummál, rúmfræði hrings og þrívíð rúmfræðiform, og líkur og talningarfræði.   

 10. bekkur 

Persónuleg fjármál m.a. vextir og vaxtavextir, rúmfræði og hornaföll, algebra m.a. línuleg föll og annars stigs föll og líkindareikning.