- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
Egilsstaðaskóli og Menntaskólinn á Egilsstöðum vinna saman að því að efla samstarf á milli skólanna, bæði vegna útskriftarnemenda sem hyggjast halda til náms í ME og vegna nemenda sem sækja fjarnám í ME áður en þeir útskrifast úr skólanum. Umsjónarkennarar 10. bekkjar funda með forstöðumanni nemendaþjónustu ME að vori. Þar er gerð grein fyrir stöðu þeirra nemenda sem hefja nám í ME að hausti. Fundurinn er í samstafi við foreldra viðkomandi nemenda. Þetta samstarf er til þess fallið að framhaldsskólinn geti þjónustað og sinnt þeim nemendum sem útskrifast úr Egilsstaðaskóla sem allra best.
Egilsstaðaskóli er að auki í samstarfi við þá framhaldsskóla sem þess óska, varðandi sína útskriftarnemendur.