Stærðfræði 1.- 3. bekkur

Lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og leitast við að tengja stærðfræðina við daglegt líf og reynsluheim nemenda. Unnið er einstaklingslega, í hópum, pörum og á stöðvum. Nemendur eru hvattir til að tjá sig munnlega um  stærðfræðiþekkingu og nýta sér hjálpargögn. 

Helstu viðfangsefnin eru:

1. bekkur

Nemendur þjálfun í grunnatriðum stærðfræðinnar, talnaskilning, ritun talnanna 0-20 og kynnist samlagningu og frádrætti með þeim tölum. Mælingar, talningu, flokkun og form ásamt grunnhugtökum og orðaforða sem tengist stærðfræði. Fjölbreytt verkefnavinna, t.d. spil, leiki, verkefnabækur, stöðvavinnu og ýmis hjálpargögn s.s. kubbar, talnagrindur, peningar, talnalína og teningar 

2. bekkur:

Tölurnar upp í 100, samlagning og frádráttur, lengdarmælingar, tölfræði, rúmfræðiform, samhverfa, flatarmál, tími, tvöföldun og helmingun ásamt sléttum tölum og oddatölum.  

3. bekkur:

Þriggja stafa tölur, tími, rúmfræði, samlagning, frádráttur, margföldun, deiling og almenn brot.