Val

Val er hluti af skólastarfi á öllum stigum Egilsstaðaskóla. Markmiðið með vali er að gefa nemendum tækifæri til að velja sér viðfangsefni í tengslum við áhuga, styrkleika og framtíðaráform. Á yngsta stigi blandast nemendur í vali einu sinni í viku.

Á miðstigi eru sameiginleg valnámskeið tvær kennslustundir á viku. Þar vinna nemendur 4.-7.bekkjar saman að fjölbreyttum viðfangsefnum. Í 8.-10.bekk er val hluti af skyldunámi. Í Egilsstaðaskóla eru valnámskeið 4 kennslustundir á viku og blandast árgangar. Vetrinum er skipt upp í fjögur valtímabil, sem hvert er átta vikur að lengd. 

Í 9. og 10. bekk eru nemendur í svokölluðu áhugasviðsvali en þar gefst kostur á að vinna í skemri tíma með það sem hver og einn hefur áhuga á. Áhugasviðsvalið er líka nýtt til að vinna þemaverkefni og fyrir samþættingu námsgreina.

Nemendur í 8.-10.bekk velja sér því viðfangsefni í fimmtung námstímans. Nemendur geta í samráði við foreldra, fengið þátttöku í skipulögðu námi utan skólans, s.s. í tónlistarskóla eða framhaldsskóla, metið sem eitt valtímabil. Einnig geta nemendur fengið þátttöku í íþróttum eða skipulögðu sjálfboðastarfi metið sem eitt valtímabil. Eitt valtímabil jafngildir einni kennslustund á viku á grundvelli skólaársins.