- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
Í 2. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, er markmið grunnskóla skilgreint. Segir í þeirri grein að að hlutverk grunnskóla í samvinnu við heimilin sé að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Með samspili grunnþátta, lykilhæfni, fjölbreyttra kennsluhátta og góðrar samvinnu skólans við heimilin og samfélagið stefnir Egilsstaðaskóli að því að leggja grunn að frumkvæði og virkni nemenda og hvetja til sjálfstæðrar hugsunar. Í skólanum fá nemendur tækifæri til að tileinka sér þekkingu, leikni og hæfni sem býr þá undir nám og starf að loknum grunnskóla og í raun ævilangt.