Markmiđ náms

Í 2. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, er markmiđ grunnskóla skilgreint. Segir í ţeirri grein ađ ađ hlutverk grunnskóla í samvinnu viđ heimilin sé ađ stuđla ađ alhliđa ţroska nemenda og ţátttöku ţeirra í lýđrćđisţjóđfélagi sem er í sífelldri ţróun. Međ samspili kolla, grunnţátta, lykilhćfni, fjölbreyttra kennsluhátta og góđrar samvinnu skólans viđ heimilin og samfélagiđ stefnir Egilsstađaskóli ađ ţví ađ leggja grunn ađ frumkvćđi og virkni nemenda og hvetja til sjálfstćđrar hugsunar. Í skólanum fá nemendur tćkifćri til ađ tileinka sér ţekkingu, leikni og hćfni sem býr ţá undir nám og starf ađ loknum grunnskóla og í raun ćvilangt.

Yfirmarkmiđ međ skólastarfi í Egilsstađaskóla eru:
• Ađ nemendur temji sér virđingu og umburđarlyndi í samskiptum.
• Ađ nemendur tileinki sér hollar lífsvenjur og sýni ábyrgđ í umgengni viđ allt líf og umhverfi. 
• Ađ nemendur séu virkir ţátttakendur í náminu og lćri ađ axla ábyrgđ í námi.
• Ađ nemendur öđlist fćrni í ađ vinna saman ađ fjölbreyttum verkefnum og koma hugmyndum sínum á framfćri. 
• Ađ styrkleikar nemenda fái ađ njóta sín og ţeir fái námsefni viđ sitt hćfi. 
• Ađ nemendur taki stöđugum framförum á skólagöngunni og eflist í gegnum námiđ.
• Ađ nemendur hafi ánćgju af skólagöngunni.

Svćđi

EGILSSTAĐASKÓLI - FLJÓTSDALSHÉRAĐI

Tjarnarlönd 11, 700 Egilsstađir / Sími: 470 0605 / Netfang: egilsstadaskoli@egilsstadir.is
Skólastjóri: Ruth Magnúsdóttir