Mötuneytið

Nesti

Einungis er boðið upp ávexti/grænmeti í nestistímum á morgnana.  Ávaxtagjald á mánuði er kr. 1025. Innheimt verður með greiðsluseðli frá Fljótsdalshéraði. Þeir nemendur sem ekki vilja kaupa ávexti koma með sitt nesti að heiman. 

Hádegisverður

Reiknað er með að matseðillinn sé tilbúinn hér á síðunni 25. hvers mánaðar. Öllum nemendum skólans gefst kostur á að fá keyptan mat sem eldaður er í mötuneyti skólans. Nemendur 1. - 10. bekkjar borða á sal í Egilsstaðaskóla. Verð á máltíð er 461 kr. og verð fyrir mjólk er kr. 615 á mánuði.

Aðeins er hægt að skrá sig í allar máltíðir mánaðarins. Uppsagnir á áskrift í mat þurfa að berast viku fyrir mánaðarmót. Ritari skólans tekur við skráningum og úrsögnum á netfangið egilsstadaskoli@egilsstadir.is

Matseðillinn

Stefna mötuneytis Egilsstaðaskóla: 

Matseðill er settir upp samkvæmt leiðbeiningum Embættis landslæknis á næringarþörf barna.

  • Framleitt er fjölbreytt fæða til að börn fái þau næringarefni sem þörf er á og eru þau hvött til að smakka allt það sem í boði er.
  • Salt og sykurmagni er haldið í lágmarki
  • Boðið er uppá grænmeti í öllum máltíðum annað hvort soðið eða ferskt.
  • Drykkir eru vatn og léttmjólk. Léttmjólkin er í boði í áskrift og kostar 600 kr. á mánuði.
  • Yfirleitt er ekki boðið upp á unnar kjötvörur (kjötfars, nagga og þess háttar )
  • Ekki er boðið upp á sætar kökur og kex og majones er aldrei notað.
  • Uppistaðan í köldum sósum er sýrður rjómi og súrmjólk. Í heitum sósum er ekki notað hveiti.

Vakin er athygli á að skólinn er hnetulaus vegna bráðaofnæmis.

Starfsmenn mötuneytisins eru:

Síminn í mötuneytinu 470 0619