Frístund

 Markmið 

  • Að skapa börnunum öruggt og uppeldislega jákvætt umhverfi utan hefðbundins skólatíma.
  • Að leitast við að dvölin í Frístund verði róleg og heimilisleg.

 Tímafjöldi og mætingar

Þegar sótt er um Frístund gefur forráðamaður upp tímafjölda sem óskað er fyrir barnið. Barnið má aðeins mæta á þeim dögum sem búið er að samþykkja fyrir það. Panta verður a.m.k. fyrir einn mánuð í senn og allar breytingar á tímafjölda verða að berast til umsjónarkonu í síðasta lagi viku fyrir mánaðarmót á netfangið fristund@fljotsdalsherad.is Gleymist að láta umsjónarkonu vita um breytingu á tímafjölda þarf að greiða fyrir sama tímafjölda og áður. 

Mánaðar umsóknarformið er ætlað þeim foreldrum sem vinna vaktavinnu og fá ekki sitt vaktaskipulag nema mánuð fram í tímann. Aðrir foreldrar eru beðnir um að ákveða önnina fyrir barn sitt. Frístund er lengdur skóladagur og fylgir alfarið skóladagatali varðandi skólafrí, starfsdaga o.fl. Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 á skóladögum.

 Frístund er staðsett í stofu 1 á fyrstu hæð.

 Umsóknareyðublað fyrir Frístund