Frístund

 Markmið 

  • Að skapa börnunum öruggt og uppeldislega jákvætt umhverfi utan hefðbundins skólatíma.
  • Að leitast við að dvölin í Frístund verði róleg og heimilisleg.

 Tímafjöldi og mætingar

Eingöngu er í boði að börn verði skráð í Frístund í lengri tíma, þ.e. annars vegar fram að áramótum og hins vegar eftir áramót.  Gefinn er kostur á að nemendur verði skráðir í Frístund ákveðna daga, fyrir eða eftir skóla. Tekið er tillit til foreldra í vaktavinnu. Sé um skráningu eftir skóla að ræða þá verður að skrá nemanda báðar klukkustundirnar frá kl.14-16. Ekki er gefinn kostur á að vera hluta tímans á milli kl. 14-16. Greitt er fyrir tímabilið í upphafi annar en gefinn er kostur á að skipta greiðslum eins og áður hefur verið.

   

Mánaðar umsóknarformið er ætlað þeim foreldrum sem vinna vaktavinnu og fá ekki sitt vaktaskipulag nema mánuð fram í tímann. Aðrir foreldrar eru beðnir um að ákveða önnina fyrir barn sitt. Frístund er lengdur skóladagur og fylgir alfarið skóladagatali varðandi skólafrí, starfsdaga o.fl. Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 á skóladögum.

 Frístund er staðsett í stofu 1 á fyrstu hæð.

 Umsóknareyðublað fyrir Frístund