- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
Markmið jafnréttismenntunar er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis. Menntun til jafnréttis fjallar um hvernig aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigð, litarháttur, lífsskoðanir, menning, stétt, trúarbrögð, tungumál, ætterni og þjóðerni geta skapað mismunun eða forréttindi í lífi fólks.
Egilsstaðaskóli starfar eins og lög gera ráð fyrir eftir stefnu yfirvalda um skóla án aðgreiningar. Þróun skólastarfs í átt il jafnréttis felst að miklu leyti í mótun menningar og viðhorfa. Mikilvægt er að aðilar skólasamfélagsins upplifi að raddir þeirra heyrist og að unnið sé markvisst gegn hvers kyns fordómum. Þannig er það hlutverk skólans eins og samfélagsins að ýta undir virðingu og samlögun einstaklinga úr minnihlutahópum og gera fjölbreytileikann sem einkennir skólann sýnilegan og eftirsóknarverðan. Þetta verkefni byggir að miklu leyti á samvinnu við foreldra og samfélagið um skilning og samstarf. Viðhorf samfélagsins um að fagna fjölbreytileikanum er ómetanlegur stuðningur við þetta verkefni.