- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
Með samþættingu námsgreina er horft til verkefna sem hafa snertifleti við margar námsgreinar. Þannig má gera námið merkingarbærara fyrir nemendur og skýra samhengi mismunandi fræðasviða. Aukin áhersla á samþættingu er í takt við áherslur aðalnámskrár. Stefna skólans er að auka samþættingu námsgreina.
Á yngsta stigi er unnið eftir aðferðafræði Byrjendalæsis þar sem lestrarnám er samþætt öðrum greinum.
Á miðstigi vinna nemendur ýmis samþættingarverkefni milli bóknáms og verknáms. Ber þar hæst samstarf árgangahópa við list- og verkgreinakennara. Verkefnin eru misviðamikil. Dæmi um viðamikil verkefni eru samþættingarverkefni tengd náttúrufræði í 6.bekk og víkingaverkefnið í 4.bekk.