Samfella milli skólastiga

Markmið: Að auðvelda nemendum skilin milli skólastiga.

Samstarf við leik- og framhaldsskóla á svæðinu er gott og miðar að því að gera skil á milli skólastiga sem auðveldust fyrir nemendur. Stórt stökk er úr leikskóla yfir í grunnskóla og aftur á milli grunn- og framhaldsskóla.  Með góðri samvinnu allra aðila má auðvelda þessar breytingar og gera lendinguna mýkri.