- Skólinn
- Frístund
- Fyrirspurnir
- Mötuneytið
- Skólareglur
- Starfsfólk
- Viðburðadagatal
- Skólanámskrá
- Skipurit
- Mat á skólastarfi
- Skólaráð Egilsstaðskóla
- Skólasöngur
- Skólaakstur
- Nám & kennsla
- Foreldrar
- Nemendur
- Stoðþjónusta
- Hagnýtt
Í Egilsstaðaskóla er gengið út frá því að því að nám nemenda fari fram í skólanum á skólatíma og annarri heimavinnu sem nemendur þurfa að sinna heima eftir að skóladegi lýkur er haldið í lágmarki.
Skóladagur nemenda hefur lengst mikið frá því sem áður var og þroskavænlegt þykir að börn stundi tómstundastarf að einhverju marki samhliða skóla. Atvinnuþátttaka beggja foreldra er mun almennari en áður var og tími fjölskyldunnar saman knappari af þeim sökum. Margir gagnrýna að vinnudagur barna hafi lengst mikið, en samt sem áður eigi þau sífellt yfir höfði sér óleyst heimanámsverkefni þegar heim er komið. Í því felist í raun þversögn þar sem áhersla er lögð á það almennt að heillavænlegt sé að skilja á milli vinnu og einkalífs.
Markmið með heimanámi er mismunandi eftir aldursstigum en samvinna um lestrarnám nemandans er þar fyrirferðamest. Þau markmið sem hér fara á eftir eru meginlínur í stefnumótun skólans varðandi heimanám, en að sjálfsögðu er heimavinna einnig sniðin að einstaklingsþörfum í samræmi við stefnu skólans og óskir foreldra.
Yngsta stig: Markmið með heimanáminu er að kynna foreldrum það sem nemendur eru að fást við í skólanum og sinna lestrarþjálfun. Nemendur lesa fyrir foreldra að minnsta kosti fimm sinnum í viku og heimalestur er skráður á heimaestrarblað sem foreldrar kvitta á. Af og til eru verkefni send heim sem nemendur sýna foreldrum sínum það sem þeir hafa unnið eða kunnáttu sína í einstökum þáttum.
Miðstig: Markmið með heimanáminu eru þau sömu og á yngsta stigi en við bætist að nemendur fá tækifæri af og til að þjálfa afmarkaða þætti heima, sem þegar hefur verið fengist við í skólanum.
Elsta stig: Markmið eru þau sömu og á yngri stigum. Hér verður nokkur breytinga þar sem það bætist ennfremur við að nemendur undirbúi sig fyrir lesgreinar og próf, auk þess að vinna að stærri verkefnum milli kennslustunda s.s. ritgerðasmíð, heimaprófum eða viðamiklum hópverkefnum. Að ljúka áætlunum á tilsettum tíma er einnig hluti heimanáms á elsta stigi.