Fjölbreytni í kennsluháttum

Markmið skólans er fjölbreytni í kennsluháttum á öllum stigum skólans. Mismunandi verkefni og viðfangsefni eru lögð fyrir nemendur og úrvinnsla þeirra er á ýmsa vegu. Þá fer fram leiðsegjandi námsmat allt skólaárið, sem miðar að því að nemendur og forráðamenn séu vel upplýstir um stöðu nemandans og vörðuð næstu skref.

Á yngsta stigi er unnið með Byrjendalæsi og fléttast þar saman læsiskennsla, samstarf árganga og fjölbreytni í kennsluháttum. Byrjendalæsi er í raun safn kennsluaðferða sem eru nýttar í lestrarnámi og er nemendum kennt þvert á árganga eða á árgangavís eins og best þykir í hvert sinn.