Einn árangur - einn hópur

Markmið: Að efla árganginn sem eina heild.

Heilum árgöngum er kennt saman undir handleiðslu tveggja til þriggja kennara. Er nemendum skipt upp á ýmsa vegu eða öllum kennt saman, allt eftir því hvernig hentar í hvert sinn. Áhersla er lögð á að allir nemendur geti unnið með öllum. Þannig eflist hópurinn sem ein heild, í stað tvegga eða þriggja hópa. Ábyrgð á nemendum er í höndum kennaranna í árgangateyminu. Þá er lögð áhersla á góð samskipti við foreldra, t.d. með foreldrafundum og upplýsingum í tölvupósti hvern föstudag.