Palslokahátíð í 6. bekk

Undanfarnar vikur hafa krakkarnir í 6. bekk verið í PALS, sem er lestraraðferð sem byggir upp færni nemenda í lestri og lesskilningi. Aðferðin byggir á því að nemendur vinna saman í pörum og aðstoða hvor annan við að bæta lesturinn. Pörin nota stigakerfi sem hvatningu og gefa sér stig m.a. fyrir að ljúka verkefnum. Kennari fylgist með pörunum og aðstoðar eftir þörfum.
Rannsóknir sýna að PALS bætir bæði lestrarfærni og lesskilning hjá þeim nemendum sem fara í gegnum PALS ferlið. Það byggir undir bættan lesskilning hjá nemendum og þar með bættan námsárangur.
Í tilefni af því að PALS er lokið í bili hjá 6. bekk héldu þau PALS-lokahátíð, spiluðu bingó og fengu kakó. Það lagðist vel í krakkana og þau áttu notalega stund.