Augnablik í desember

Það er að færast jólablær yfir skólann, nemendur og starfsfólk. Ýmis verkefni eru í gangi; yngri nemendur eru að pakka inn jólagjöfum til foreldra, lita jólamyndir, reikna og skrifa sögur. Það er búið að búa til ýmiskonar jólaskraut og jólakötturinn er sjáanlegur víða.

Á bókasafninu er jólabókaklúbbur og nemendur og starfsfólk hafa hengt upp köngla í stofur og á bókasafni, sem tákna hverja lesna bók.

Á fimmtudaginn er jólaskemmtun elsta stigs og þangað er 7. bekkingum boðið sem gestum. Sú skemmtun stendur frá kl. 19.00 til 22.00.  Í 1. - 6. bekk koma nemendur í skólann kl. 10.00 á föstudaginn, hlusta á jólasögu, halda stofujól og dansa svo kringum jólatréð. Skóladegi þeirra lýkur klukkan 11.30.