Fréttir

Opinn dagur í Egilsstaðaskóla

Í dag, þriðjudaginn 24.janúar, er opinn dagur í skólanum. Foreldrar og aðstandendur eru velkomnir í heimsókn! Hlökkum til að sjá sem flesta.
Lesa meira

Eldstöðvar á Íslandi

Krakkarnir í 9.bekk kynntu verkefni sín um íslenskar eldstöðvar fyrir skömmu. Verkefnið var unnið í samfélagsfræði, samþætt með íslensku, þar sem krafa var gerð um heimildaskrá. Byrjað var að vinna í verkefninu í nóvember og var krökkunum frjálst að velja framsetningu. Verkefnin tóku því á sig ýmis form; bækur, plaköt, líkön o.fl. Kynningin fór fram inni í bekk og var gaman að sjá hve fjölbreyttar leiðir krakkarnir völdu sér og heilmikill fróðleikur sem þau höfðu tekið saman um eldstöðvar á Íslandi.
Lesa meira

Bóndadagur

Á morgun, föstudaginn 20.janúar, er Bóndadagur. Við ætlum að halda upp á daginn með því að klæðast lopapeysum, ullarsokkum eða öðru sem minnir á hvaða dagur er. Í hádegismatnum verður boðið upp á þorramat, hangikjöt og súrmat og meðlæti.
Lesa meira

Hvað boðar blessuð nýárssól?

Skólastarf hefst aftur að loknu jólafríi, í dag, miðvikudaginn 4. janúar. Stjórnendur Egilsstaðaskóla óska nemendum, starfsfólki, foreldrum og forráðamönnum og velunnurum skólans gleðilegs árs og þakka liðið ár.  .
Lesa meira

Jólakveðja

Starfsfólk Egilsstaðaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og gæfuríks árs. Nemendur mæta aftur í skólann 4. janúar. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 21. des til 3. jan. Þriðjudagurinn 3. janúar er starfsdagur í skólanum og Frístund lokuð. Skólastarf nemenda hefst samkvæmt stundaskrá á nýju ári miðvikudaginn 4. janúar.
Lesa meira

Jólaundirbúningur

Það er að mörgu að huga við undirbúning jólaskemmtana, sem verða í kvöld og í fyrramálið. Vaskur hópur starfsmanna bar jólatréð inn í morgun en við notum fallega útitréð okkar sem innitré við þessi tækifæri. Í dag mun nemendaráðið skreyta tréð og því verður komið fyrir í matsal skólans svo hægt sé að dansa í kringum það á síðasta skóladegi ársins 2022.
Lesa meira

Jólaheimsókn á Minjasafn Austurlands

Fyrir jólin hafa um 180 nemendur úr Egilsstaðaskóla heimsótt Minjasafn Austurlands í sérstökum jólaheimsóknum. Af þessum 180 voru um 140 á yngsta stigi (1.-3. bekkur) og 40 af miðstigi (7. bekkur). Nemendur á yngsta stigi fengu fræðslu um jólasveinana og þá hluti og athafnir sem þeir draga nöfn sín af. Þá var nemendum einnig boðið að kíkja inn í Grýluhellinn sem birtist á safninu núna fyrir jólin. Nemendum á miðstigi var boðið upp á stutta sögustund þar sem fjallað var um ýmsar þjóðsögur og fleira sem tengist jólunum. Nemendur og starfsfólk Egilsstaðaskóla þakkar Minjasafninu fyrir ánægjulegt samstarf, nú sem endranær.
Lesa meira

Boðið upp á pizzur

Mikil gleði ríkti meðal nemenda þegar í ljós kom að boðið var upp á pizzur í hádeginu. Starfsfólk mötuneytisins, með aðstoð starfsfólks Egilsstaðaskóla, vann hörðu höndum að því að útbúa um 1500 pizzur enda mörg hundruð manns sem fá mat úr mötuneytinu.
Lesa meira

Puttaprjónað af krafti

Mikið puttaprjónsæði hefur verið í 1. bekk þetta haustið. Bæði strákar og stelpur sækja mikið í að puttaprjóna þegar það er frjáls leikur í boði í stofunni og í vali. Puttaprjón er líka góð leið til að slaka á og spjalla við vini sína í leiðinni. Þegar desember spenningurinn og jólastressið er að ná yfirhöndinni er líka tilvalið að setjast niður með garn og puttaprjóna.
Lesa meira

Nemendaráð kallar eftir hugmyndum

Nemendaráð Egilsstaðaskóla hefur sett upp hugmyndakassa, þar sem tekið verður við hugmyndum nemenda, annars vegar um tónlist og þætti sem væri hægt að spila í frímínútum og hins vegar um afþreyingu fyrir nemendur í frímínútum og hádegishléi. Gengið var í bekki í dag til að kynna jólapeysu/fatadag þann 13. desember nk. og um leið sagt frá hugmyndakössunum. Á þriðjudaginn verður hátíðarmatur í mötuneyti og því vel við hæfi að nemendur og starfsfólk sé klætt í eitthvað jólalegt, þó ekki væri nema sokkar eða jólahúfa.
Lesa meira