Öll dýrin í skóginum eru vinir

Krakkarnir í 3. og 4. bekk sýndu Dýrin í Hálsaskógi á árshátíð sinni. Það var mikill spenningur í hópnum en allir stóðu sig með mikilli prýði á sýningunni. Kennarar og nemendur í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum tóku þátt í sýningunni með því að spila undir í sönglögunum. Margrét Lára Þórarinsdóttir tónlistarkennari æfði sönghópana og Berglind Halldórsdóttir stjórnaði hljómsveitinni. Meðfylgjandi eru myndir úr Hálsaskógi.