19.01.2023
Á morgun, föstudaginn 20.janúar, er Bóndadagur. Við ætlum að halda upp á daginn með því að klæðast lopapeysum, ullarsokkum eða öðru sem minnir á hvaða dagur er.
Í hádegismatnum verður boðið upp á þorramat, hangikjöt og súrmat og meðlæti.
Lesa meira
04.01.2023
Skólastarf hefst aftur að loknu jólafríi, í dag, miðvikudaginn 4. janúar. Stjórnendur Egilsstaðaskóla óska nemendum, starfsfólki, foreldrum og forráðamönnum og velunnurum skólans gleðilegs árs og þakka liðið ár.
.
Lesa meira
20.12.2022
Starfsfólk Egilsstaðaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og gæfuríks árs. Nemendur mæta aftur í skólann 4. janúar. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 21. des til 3. jan.
Þriðjudagurinn 3. janúar er starfsdagur í skólanum og Frístund lokuð. Skólastarf nemenda hefst samkvæmt stundaskrá á nýju ári miðvikudaginn 4. janúar.
Lesa meira
19.12.2022
Það er að mörgu að huga við undirbúning jólaskemmtana, sem verða í kvöld og í fyrramálið. Vaskur hópur starfsmanna bar jólatréð inn í morgun en við notum fallega útitréð okkar sem innitré við þessi tækifæri. Í dag mun nemendaráðið skreyta tréð og því verður komið fyrir í matsal skólans svo hægt sé að dansa í kringum það á síðasta skóladegi ársins 2022.
Lesa meira
16.12.2022
Fyrir jólin hafa um 180 nemendur úr Egilsstaðaskóla heimsótt Minjasafn Austurlands í sérstökum jólaheimsóknum. Af þessum 180 voru um 140 á yngsta stigi (1.-3. bekkur) og 40 af miðstigi (7. bekkur). Nemendur á yngsta stigi fengu fræðslu um jólasveinana og þá hluti og athafnir sem þeir draga nöfn sín af. Þá var nemendum einnig boðið að kíkja inn í Grýluhellinn sem birtist á safninu núna fyrir jólin. Nemendum á miðstigi var boðið upp á stutta sögustund þar sem fjallað var um ýmsar þjóðsögur og fleira sem tengist jólunum. Nemendur og starfsfólk Egilsstaðaskóla þakkar Minjasafninu fyrir ánægjulegt samstarf, nú sem endranær.
Lesa meira
15.12.2022
Mikil gleði ríkti meðal nemenda þegar í ljós kom að boðið var upp á pizzur í hádeginu. Starfsfólk mötuneytisins, með aðstoð starfsfólks Egilsstaðaskóla, vann hörðu höndum að því að útbúa um 1500 pizzur enda mörg hundruð manns sem fá mat úr mötuneytinu.
Lesa meira
12.12.2022
Mikið puttaprjónsæði hefur verið í 1. bekk þetta haustið. Bæði strákar og stelpur sækja mikið í að puttaprjóna þegar það er frjáls leikur í boði í stofunni og í vali. Puttaprjón er líka góð leið til að slaka á og spjalla við vini sína í leiðinni. Þegar desember spenningurinn og jólastressið er að ná yfirhöndinni er líka tilvalið að setjast niður með garn og puttaprjóna.
Lesa meira
09.12.2022
Nemendaráð Egilsstaðaskóla hefur sett upp hugmyndakassa, þar sem tekið verður við hugmyndum nemenda, annars vegar um tónlist og þætti sem væri hægt að spila í frímínútum og hins vegar um afþreyingu fyrir nemendur í frímínútum og hádegishléi.
Gengið var í bekki í dag til að kynna jólapeysu/fatadag þann 13. desember nk. og um leið sagt frá hugmyndakössunum. Á þriðjudaginn verður hátíðarmatur í mötuneyti og því vel við hæfi að nemendur og starfsfólk sé klætt í eitthvað jólalegt, þó ekki væri nema sokkar eða jólahúfa.
Lesa meira
08.12.2022
Löng hefð er fyrir því að fullveldinu er fagnað í Egilsstaðaskóla þann 1.desember. Nemendur mættu í sal skólans og hlýddu á ávarp skólastjóra og formanns Nemendaráðs. Auk þess var upplestur en nemendur, sem báru sigur úr býtum í Stóru upplestrarkeppninni síðastliðinn vetur, lásu textabrot og ljóð. Kennarar og nemendur Tónlistarskólans á Egilsstöðum spiluðu undir söng en allir sungu saman í tilefni af Degi tónlistar. Það er alltaf hátíðlegt að koma saman og fagna þessum áfanga í sögu landsins enda eru nemendur og starfsfólk hvattir til að mæta í betri fötunum.
Lesa meira
01.12.2022
Árshátíð elsta stigs var haldin 17.nóvember sl. Nemendur settu upp söngleikinn Mamma Mia eftir Benny Andersson, Björn Ulveus og Caherine Johnson, í leikstjórn Hrefnu Hlínar Sigurðardóttur með aðstoð Berglindar Hönnudóttur, Hildar Vöku Bjarnadóttur og umsjónarkennara í 8.-10.bekk. Öll umgjörð sýningarinnar var undirbúin af nemendum, kennurum og starfsfólki skólans. Hljómsveit skipuð kennurum og nemendum Tónlistarskólans á Egilsstöðum lék undir í nokkrum lögum en flestir þekkja Abba-lögin sem sungin eru í sýningunni. Sýnt var fyrir fullu húsi og undirtektir áhorfenda voru mjög góðar. Enginn aðgangseyrir var á sýninguna en tekið við frjálsum framlögum. Það er ánægjulegt að fyrir upphæðina sem áhorfendur lögðu til var hægt að kaupa nokkra hljóðnema, sem er mjög mikilvægt að eiga hér í skólanum til að nota við ýmis tækifæri.
Sýningin var tekin upp af Tókatækni og verður upptakan til sölu. Upplýsingar um það verða sendar síðar.
Lesa meira