Fréttir

Leiðsagnarnám í Egilsstaðaskóla

Í vetur hafa kennarar í Egilsstaðaskóla ásamt kennurum í öðrum grunnskólum Múlaþings tekið þátt í þróunarstarfi við að innleiða og styrkja leiðsagnarnám í sessi í skólastarfinu. Um er að ræða þriggja ára þróunarverkefni í samstarfi við Háskólann á Akureyri, sem byggir á reglulegum námskeiðum við upphaf anna og vinnu innan skólans þess á milli.
Lesa meira

Skólastarfi aflýst á morgun, mánudag

Öllu skólastarfi í Egilsstaðaskóla hefur verið aflýst vegna slæmrar veðurspár á morgun, mánudaginn 7.febrúar. þessi ákvörðun er tekin í samráði við fræðslufulltrúa og almannavarnir. Veðurspá gerir ráð fyrir suðaustan 20-25 m/s fyrri hluta dags með snjókomu og skafrenningi. Talsverðar líkur á foktjóni og samgöngutruflunum. School has been cancelled on Monday February 7th due to weather forceast expecting severe weather with violent winds and blizzard conditions. This has been decided in consultation with Department of Civil Protection and Emergency Management.
Lesa meira

Sóttkví og smitgát

Frá og með miðnætti tóku gildi nýjar reglur varðandi sóttkví og smitgát. Nú eru börn á grunnskólaaldri undanþegin reglum um smitgát og sóttkví ef smit er utan heimilis. Þetta gæti þýtt að smitum muni fjölga í skólum. Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi er enn í fullu gildi fram í næstu viku og því eru engar breytingar hér innanhúss enn sem komið er. Við höfum fengið samþykki fyrir því að skipta matsalnum í tvö hólf sem þýðir að allir árgangar utan 2. og 5.bekkjar matast í matsal. 2. og 5. bekkur matast í kennslustofum. Áfram gildir að senda nemendur ekki í skólann finni þeir fyrir einkennum. Hafi nemendur farið í einkennasýnatöku, geta þeir mætt í skólann með kvefeinkenni. Athugið að hraðpróf nægir ekki ef einkenni eru til staðar. Töluvert álag er í skólanum þessa dagana m.a. vegna sóttkvíar og sýnatöku, ofan á annað álag svo sem veikindi. Við höfum því gripið til þess í auknum mæli að fella niður einstaka kennslustundir hjá bekkjum og stytta daga hjá bekkjum á efra miðstigi og elsta stigi. Ég á von á því að svo verði áfram á meðan að þetta ástand varir. Stjórnendur skólans eru þakklátir fyrir skilning foreldra og forráðamanna, og gott samstarf um það stóra verkefni að halda skólastarfi gangandi þessar vikurnar og við vonum áfram að allt fari hér á besta veg.
Lesa meira

Bóndadagurinn

Bóndadagurinn er á morgun. Af því tilefni ætlum við í skólanum að vera á þjóðlegum nótum. Í hádeginu verður boðið upp á þorramat og gaman væri ef nemendur og starfsfólk mæti t.d. í lopapeysu, lopasokkum eða með lopahúfu. Kannski mun Þorraþrællinn óma um ganga skólans. Vissu þið að elstu heimildir um þorrablóti eru frá árinu 1867.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

Við óskum nemendum okkar og fjölskyldum gleðilegs árs með þökkum fyrir samstarfið á liðnu ári. Skólahald nemenda hefst í dag, þriðjudag samkvæmt stundatöflu. Auknar takmarkanir verða í skólastarfinu og munu þær fyrst og fremst snerta matartíma nemenda, en hámarksfjöldi nemenda í hverju rými er 50 nemendur, sem verður til þess að aðeins einn árgangur í einu getur nýtt matsalinn. Í samráð við mötuneyti höfum við sett um breytt matarplan þar sem fjórir árgangar munu nýta matsal, en sex árgangar skólans munu matast í kennslustofum. Þeir árgangar sem munu matast í kennslustofum eru: 2.bekkur, 5.bekkur, 6.bekkur, 8.bekkur, 9.bekkur og 10.bekkur. Matarvagnar munu fara í kennslustofur með áhöldum og mat og munu nemendur matast við sín borð. Frímínútur munu verða með hefðbundnum hætti. Það liggur fyrir að til þess að þetta skipulag gangi upp þurfum við öll að leggja okkar að mörkum við að hádegisstundin verði endurnærandi fyrir alla og það takist að láta þetta allt rúlla. Þar er lykilatriði að fylgja fyrirmælum starfsmanna og sýna þolinmæði Skólinn mun nú verða lokaður gestum og þar með töldum foreldrum og forráðamönnum, nema í samráði við skólastjóra Nemendur eiga ekki að koma í skólann ef þeir finna fyrir covid líkum einkennum en fara í einkennasýnatöku við fyrsta tækifæri. Ef þróun faraldursins verður áfram á þeim nótum sem verið hefur undanfarinn mánuð, má reikna með að aðlaga þurfi skólastarfið að stöðunni hverju sinni og jafnvel að fella niður kennslu. Foreldrum verður tilkynnt ef upp koma smit og haft samband við þá beint eftir atvikum ef nemendur þurfa að fara í sóttkví. En við vonum að okkur takist að halda skólastarfinu sem lengst á hefðbundnum nótum. Við leggjum áfram áherslu á persónulegar sóttvarnir og þrif í skólanum. Ef barn sýnir einkenni skal það vera heima og fara í próf áður en það mætir í skólann. Samkvæmt reglugerðinni skulu foreldrar eða aðstandendur almennt ekki koma inn í skólabyggingar án sérstaks leyfis og skulu þá bera grímur. Við vonumst eftir góðu samstarfi við foreldra og nú sem fyrr er brýnt að standa saman, þvo og spritta. Við í skólanum horfum björtum augum fram á nýtt ár og tökumst á við þessa óvissu stöðu með jákvæðni og vonum að allt fari hér á besta veg.
Lesa meira

Jólakveðja

Starfsfólk Egilsstaðaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og gæfuríks árs. Nemendur mæta aftur hressir í skólann 4. janúar. Skrifstofa skólans verður lokuð frá 20. des til 3. jan.
Lesa meira

Jóladagskrá skólans

Jólaskemmtanir skólans verða föstudaginn 17.desember frá 10:00-12:00 fyrir alla árganga skólans. Dagurinn er skertur dagur samkvæmt skóladagatali, sem þýðir að skólahald er skemmra en stundaskrá segir til um. Árgangar halda jólastundir í sínum stofum, en 1.-3.bekkur mun jafnframt fá tækifæri til að dansa í kringum jólatré í matsal skólans, hver árgangur fyrir sig við undirleik kennara Tónlistarskólans. 6.bekkur mun sýna jólasöguna og munu 1.-6.bekkur horfa á hana rafrænt að þessu sinni. Nemendur í 8.-10.bekk munu frumsýna jólalagamyndbönd sem bekkirnir hafa verið að vinna undanfarið, auk jólalagamyndbands kennara á elsta stigi. Umsjónarkennarar munu senda út nánari upplýsingar um fyrirkomulag í hverjum árgangi. Aðeins verður hádegisverður fyrir nemendur í Frístund þennan dag. Skólaakstur verður miðað við þessa tímasetningu. Frístund er opin þennan dag og þarf að skrá þá nemendur sem nýta aukatíma hjá forstöðukonu. Jólaleyfi nemenda hefst síðan 20.desember. Mánudagurinn 3.janúar er starfsdagur og skólastarf nemenda hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 4.janúar 2022. Fimmtudaginn 16.desember verður jóladagur í skólanum og eru nemendur og starfsmenn hvattir til að skarta jólalegum fatnaði eða fylgihlutum í tilefni dagsins. Þann dag er hangikjöt á matseðlinum, en skólastarf hefðbundið.
Lesa meira

Minningarorð

Laugardaginn 23. október sl. var útför Birnu Bjarkar Reynisdóttur kennara við Egilsstaðskóla. Birna Björk hóf störf við Egilsstaðskóla haustið 2002 og starfaði sem umsjónarkennari á elsta stigi. Minningarorð skólastjóra.
Lesa meira

,,Þetta vilja þau"

Nýlega kom út skýrsla forvarnardagsins 2020. Á forvarnardeginum sem haldinn hefur verið árlega í október síðan 2006, ræða nemendur sín á milli niðurstöður úr rannsóknum ,,ungt fólk“ sem Rannsóknir og greining hefur unnið undanfarin 20 ár á högum og líðan ungmenna. Spurningarnar varða samverustundir fjölskyldunnar, þátttöku barna og unglinga í íþrótta- og æskulýðsstarfi, auk spurninga sem tengjast áfengis- og vímuefnaneyslu. Spurningarnar voru lagðar fyrir og ræddar í umræðuhópum. Tilgangurinn var að fá fram sjónarmið unglinganna sjálfra og hlusta á skoðanir þeirra og reynslu af ofangreindum málefnum. Helstu niðurstöður voru þær að þvert á það sem margir gætu talið að þá eru unglingar alls ekki á móti því að verja tíma með fjölskyldu sinni. Flestir gera sér fulla grein fyrir því hversu mikilvægt það er fyrir fjölskyldur í öllum myndum að taka sér tíma til þess að viðhalda tengslum og gagnkvæmu trausti. Þessi samvera getur verið á ýmiskonar formi, hvort sem það sé að horfa saman á góðamynd, spila, fara saman í útilegu eða einfaldlega setjast niður sem fjölskylda, borða saman og ræða daginn og veginn. Aðalatriðið er samveran. Þegar kemur að því hversu miklum tíma á að verja saman þá er að mati unglinganna, ekkert eitt rétt svar. Almennt eru þau þó sammála um að það sé mikilvægt að finna tíma daglega til þess að vera saman þó að dagskrá unglinga og foreldra í kringum vinnu og tómstundir séu oft þétt skipaður. Að mati nemendanna að þá er íþrótta- og tómstundarstarf mikilvægur vettvangur fyrir unglinga þar sem þau geta hitt vini sína, kynnast nýju fólki með sameiginleg áhugamál og haldið sér í líkamlega góðu formi. Mörgum finnst þó að þátttaka í slíku starfi geti verið full dýr og kalla einnig eftir meiri kynningu fyrir börn og unglinga svo fleiri geti tekið þátt. Áhersla á keppni og árangur í íþróttastarfi getur stundum verið fullmikil að mati sumra, þar sem að þeim finnst mikilvægi þess að haf abara gaman stundum gleymast og aðstaða í sumum tilfellum gæti verið betri. Þrátt fyrir þetta eru langflestir meðvitaðir um forvarnargildi skipulagðs íþrótta- og tómstundastarfs og þau jákvæðu áhrif sem að slík starf hefur á líkamlegt og andlegt heilbrigði. Unglingarnir eru alveg með að á hreinu hvað það er sem að skiptir máli til þess að lifa heilbrigðu lífi. Góður svefn, hollt mataræði og hreyfing stuðla að líkamlegu heilbrigði og samvera með góðum vinum og fjölskyldu er lykillinn að andlegri vellíðan. Hinsvegar sé slæmur félagsskapur og notkun áfengis og vímuefna ávísun á óheilbrigðan líkama og slæma andlega heilsu. Að þeirra mati er félagsþrýstingur oftast neikvæð pressa frá jafningjum á að gera eitthvað sem að þau vilja ekki gera. Oftar en ekki snerist sú pressa að áfengis-eða vímuefnanotkun en þó voru ekki allir sammála um að félagsþrýstingur væri alltaf neikvæður. Skýrsluna í heild sinni er hægt að lesa hér.
Lesa meira

Söfnun á birkifræjum

Á Degi íslenskrar náttúru fóru nemendur í 3. bekk að safna birkifræjum. Með því tóku þeir þátt í átaki Landgræðslunnar og Skógræktarinnar að breiða út birkiskóga á Íslandi. Ekki var leitað langt yfir skammt því á skólalóðinni fundust birkitré sem voru alþakin þroskuðum rekklum. Krakkarnir sýndu söfuninni mikinn áhuga og var hvert boxið á fætur öðru fyllt og tæmt í poka. Í framhaldinu var næsta skref að heimsækja Þröst skógræktarstjóra þar sem pokinn var afhentur en í honum reyndust vera alls 947 gr. af fræi. Skógræktarstjóri lofaði að sjá til þess að fræið yrði þurrkað og fundinn góður staður til að sá því svo nýr skógur geti vaxið upp.
Lesa meira