Náttúruskólinn í Óbyggðasetrinu

Nemendur í 9. bekk fóru í Óbyggðasetrið í síðustu viku til að taka þátt í námskeiði á vegum Náttúruskólans. Hópurinn prófaði ýmislegt óvenjulegt, t.d. að kveikja eld með frumstæðum aðferðum, óbyggðaskyndihjálp, rötun og áttavitar, hnútar og línuvinna.
Krakkarnir elduðu saman hádegismat úti fyrir opnum eldi.
Þetta var skemmtileg tilbreyting fyrir krakkana og þau voru ánægð í lok dags.