Evrópuverkefni í 7. bekk

Í vikunni kynntu nemendur í 7. bekk verkefni sín um lönd í Evrópu. Undanfarið hafa krakkarnir kynnt sér löndin og aflað sér upplýsinga um ýmislegt varðandi þau, s.s. gjaldmiðil, stjórnarfar, frægt fólk, fána, tungumál og margt fleira.

Þau buðu yngri nemendum og foreldrum í heimsókn til að skoða verkefnin. Þarna var ýmislegt áhugavert að sjá og gaman að sjá mismunandi útfærslur á verkefnunum.