07.06.2023
Þann 6. júní var Egilsstaðaskóla slitið í 75. sinn. Nemendur tóku við vitnisburði sínum og kvöddu umsjónarkennara.
Útskrift 10. bekkjar fór fram um kvöldið en við það tækifæri voru flutt ávörp og nemendur fluttu tónlistaratriði. Kristín Guðlaug Magnúsdóttir skólastjóri flutti skólaslitaræðu og talaði til nemendanna sem voru að útskrifast. Hún kvaddi einnig sérstaklega þrjá starfsmenn sem nú láta af störfum við skólann; Sigurlaug Jónasdóttir fyrrum skólastjóri og Valgerður Jónsdóttir stuðningsfulltrúi hafa starfað um áratuga skeið við skólann og fara nú á eftirlaun. Lillý Viðarsdóttir hefur starfað við Egilsstaðaskóla í 25 ár en er að færa sig um set.
Formaður Nemendaráðs, Diljá Mist Olsen Jensdóttir flutti ávarp og þakkaði starfsfólki og samnemendum fyrir samveruna undanfarin 10 ár. Umsjónarkennarar 10.bekkjar ávörpuðu nemendur og þökkuðu lærdómsrík ár.
Nemendur í 10.bekk, ásamt tónlistarkennurum, fluttu nokkur tónlistaratriði og í lokin sungu krakkarnir lagið "You never walk alone", einkennislag Liverpool liðsins en í hópnum eru margir áhugamenn um fótbolta og einn kennaranna sér í lagi áhangandi liðsins.
Nokkrir nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur, seiglu og framfarir í námi og prúðmennsku í framkomu.
Auk þess var afhent viðurkenningin Óðinshaninn, sem árgangur 2002 gaf til minningar um bekkjarfélaga sinn Óðin Skúla Árnason. Hún er veitt þeim sem hefur verið góður og traustur félagi í hópnum. Ólafur Þór Arnórsson fékk þessa viðurkenningu að þessu sinni en um er að ræða farandgrip.
Lesa meira
05.06.2023
Þriðjudaginn 6. júní fá nemendur afhentan vitnisburð sinn. Klukkan 9.00 mæta nemendur í 1. - 4. bekk, fyrst á sal þar sem er stutt dagskrá og síðan farið í heimastofur.
Klukkan 10.30 mæta nemendur í 5. - 9. bekk, fyrst á sal.
Klukkan 20.00 er útskrift 10.bekkjar sem fer fram á sal skólans og þá verður skólanum slitið formlega.
Foreldrar og forráðmenn eru velkomnir með börnum sínum.
Lesa meira
02.06.2023
Nemendur Egilsstaðaskóla voru á ferð og flugi þennan föstudag, í 20° hita og sólskini. Það voru farnar ísferðir, gönguferðir á Krummaklett, samverustundir vinabekkja, heimsókn á Egilsstaðabýlið og eftir hádegi var sett upp vatnsrennibraut fyrir nemendur á elsta stigi. List- og verkgreinakennarar hafa notað góða veðrið undanfarið, með nemendum í 8.bekk, til að skreyta svæði á skólalóðinni. Útkoman er afar góð. Góða helgi!
Lesa meira
30.05.2023
Undir lok 10.bekkjar vinna allir nemendur lokaverkefni að eigin vali byggð á áhugasviði. Vinnuferlið tekur u.þ.b. tvær vikur og vinna krakkarnir bæði í skólanum eða heima hjá sér eftir því sem best hentar. Á hverjum degi koma þau í skólann og gera grein fyrir stöðu verksins og fá leiðbeiningar um framhaldið. Verkefnin voru til sýnis fyrir aðra nemendur og foreldra um miðjan maí. Hér má sjá umfjöllun um lokaverkefnin vorið 2023.
Lesa meira
25.05.2023
Skólablað Egilsstaðaskóla, Lagarfljótsormurinn, er komið út. Þetta er 54.árgangur blaðsins og er venju er forsíðan skreytt með mynd eftir nemanda skólans. Að þessu sinni teiknaði Natalía Rós Guðjónsdóttir, í 9.bekk, myndina á forsíðunni. Efnið er fjölbreytt; myndir, sögur, getraunir og brandarar. Umfjöllun um nemendur í 10.bekk er í blaðinu og auk þess er viðtal við Víði Reynisson, sem við þekkjum öll vel úr Covid-faraldrinum, þar sem hann talaði til okkar mánuðum saman til að upplýsa um stöðu mála.
Nemendur í 9.bekk ganga þessa dagana í hús til að bjóða blaðið til sölu. Ágóði sölunnar rennur í ferðasjóð þeirra vegna skólaferðalags vorið 2024.
Lesa meira
25.05.2023
Það er margt um að vera þessa síðustu daga skólaársins.
Í morgun buðu 9.bekkingar á sýningu á verkefnum, sem þau hafa unnið um stríðsárin. Þar var að sjá fjölbreytt efnistök og umfjöllunarefni: Menning (tónlist, myndlist, leiklist, tíska, fatnaður), lönd sem urðu fyrir áhrifum af stríðinu, lönd sem tóku þátt í stríðinu, vopn og búnaður, ákveðnar manneskjur sem tengjast stríðinu, stjórnmál (kapitalismi).
Sömuleiðis sýndu 9.bekkingar verkefni, sem þau unnu í tengslum við lestur Hrafnkelssögu Freysgoða en sú fornsaga er lesin í 9.bekk. Verkefnin voru eins fjölbreytt og þau voru mörg og margir skiluðu sannkölluðum listaverkum í útfærslu á efni sögunnar.
Dönskukennarar í 10.bekk opnuðu popup "Isbutik" þar sem nemendur gátu pantað sér ís með "guf".
Nemendur í 7.bekk ásamt kennurum og stuðningsfulltrúum eru á seinni degi sínum í Mývatnssveit þar sem þau skoða fuglasafnið, ganga á fjöll og ýmislegt fleira áhugavert.
Lesa meira
23.05.2023
Veðrið lék við okkur á Héraðsleikunum í síðustu viku. Nemendur í grunnskólum Múlaþings gerðu sér glaðan dag í Brúarásskóla, Fellaskóla og í Egilsstaðaskóla.
Í Egilsstaðaskóla voru 3. og 4.bekkingar og nemendur á elsta stigi. Það var ýmislegt við að vera s.s. leikir, forritun, fyrirlestrar og margt fleira. Allir fengu pylsur í hádeginu og íspinna á eftir. Flestir virtust njóta dagsins, bæði ungir og eldri.
Lesa meira
19.05.2023
Í dag koma nemendur úr 8.-10.bekk úr öllum grunnskólum í Múlaþingi saman í Egilsstaðaskóla á Forvarnadegi. Dagskráin er sett saman af starfsfólki íþrótta- og tómstundasviðs Múlaþings og starfsfólki félagsmiðstöðva.
Í boði verða fyrirlestrar og smiðjur; Vanda Sigurgeirsdóttir talar um jákvæða leiðtoga og síðan er orðasmiðja, smiðja um fjölmenningu og fokk me fokk jú.
Í kvöld verður sameiginlegt raveball í Nýung.
Lesa meira
12.05.2023
Verkefni 4.bekkjar á þemadögum voru í tengslum við hóflega nýtingu og endurnýtingu. Krakkarnir fóru í gámasvæðið og skoðuðu sig um. Síðan var fjallað um nýsköpun og tækifæri sem felast í því að hanna nýja hluti. Hægt var að velja á milli þess að föndra verkefni í nýsköpun eða taka í sundur gömul raftæki. Það síðarnefnda vakti mikla gleði hjá mörgum nemendum.
Auk þessa var unnið hljóðdempunarlistaverk fyrir eitt kennslurýmið sem nú er fullunnið og tekið í notkun.
Lesa meira
11.05.2023
Á þemadögum fjölluðu fyrstu bekkingar um býflugur og gildi þeirra, og annarra lífvera, í lífríkinu. Ekkert getur án annars verið. Gerð voru blóm og býflugur sem skreyta nú skólann okkar fagurlega.
Lesa meira