Ísbirnir og fólk

Nemendur í 3. bekk hafa síðustu daga verið að fræðast um og vinna með ísbirni. Þetta samþætta verkefni fellur undir Byrjendalæsi þar sem unnið er með hæfniviðmið sem falla undir íslensku, náttúru- og samfélagsfræði og er bókin Ísbjörn ( https://mms.is/namsefni/milli-himins-og-jardar-isbjorn-rafbok ) lögð til grundvallar. Meðal þess sem nemendur hafa gert er æfa sig í lestri fræðitexta og svara spurningum úr textanum, semja ljóð og gera myndasögu sem lýsir lífsháttum ísbjarna. Stærsta verkefnið var þó að teikna upp ísbirni og barn í raunstærð.