Jólatré í stofu stendur

Undirbúningur fyrir jólaskemmtanir var í fullum gangi í dag; Jólatréð var tekið inn og þurfti að kalla marga til því tréð er stórt og þungt. Nemendaráð sér svo um að skreyta tréð og salinn fyrir jólaskemmtun fyrir 7. - 10. bekk er í kvöld. Að henni lokinni eru nemendur í þeim árgöngum komnir í jólafrí.
Á morgun verður dansað í kringum tréð þegar nemendur í 1. - 6. bekk mæta sinn síðasta skóladag fyrir jólafrí.