Fréttir

#karlmennskan - #fávitar

Sólborg Guðbrandsdóttir og Þorsteinn V. Einarsson heimsóttu okkur í gær og fluttu alls 3 fyrirlestra fyrir nemendur í 7.-10.bekk og fyrir foreldra og aðra áhugasama um mörk, samskipti og karlmennsku. Þau Sólborg og Þorsteinn hafa ferðast víða um land til að spjalla við krakka og foreldra með það að markmiði að stuðla að uppbyggilegra jafnréttissamfélagi með því að hrista upp í viðteknum samfélagslegum normum og hugmyndum. Bæði Sólborg og Þorsteinn halda úti Instagram síðum þar sem þau vekja athygli á ýmsu sem tengist m.a. stafrænu kynferðisofbeldi og viðteknum hugmyndum um karlmennsku. Nánar er hægt að kynna sér efnið á Instagramsíðunum Fávitar og Karlmennskan.
Lesa meira

Þorrablót unglingastigs

Nemendur á unglingastigi héldu þorrablót sitt fimmtudaginn 2.mars. Nemendaráð annaðist undirbúning dagskrár og sá um skreytingar. Að loknu borðhaldi tóku við skemmtiatriði. Nemendur í 10.bekk gerðu myndband þar sem þeir gerðu stólpagrín að kennurum sínum og starfsfólki unglingastigsins en auk þess var farið í leiki og nemendur og starfsfólk sýnd í spéspegli. Umsjónarkennarar 10.bekkjar enduðu svo skemmtidagskránna með árlegum pistli um útskriftarnema, sem margir höfðu beðið spennir eftir. Upp var settur glæsilegur myndaveggur og margir nýttu sér að stilla sér upp með vinum og bekkjarfélögum til myndatöku. Allir voru til fyrirmyndar og ekki annað að sjá en krakkarnir skemmtu sér vel. 
Lesa meira

Nemendastýrð samtöl

Síðastliðinn fimmtudag voru nemendastýrð samtöl í öllum árgöngum. Foreldrar og forráðmenn komu með börnum sínum og saman skoðuðu þau ýmis verkefni og viðfangsefni sem börnin hafa unnið að í vetur. Á þessum degi gefst börnunum tækifæri til að sýna vinnu sína og ræða við foreldra sína um skólaverkefnin. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þess að foreldrar sýni námi barna sinna áhuga og fylgi þeim eftir í þeim verkefnum sem lögð eru fyrir. Áhugasömum um efnið er bent á grein í Tímariti um menntarannsóknir þar sem fjallað er um tengsl námsárangurs við viðhorf nemenda og foreldra til skólagöngu og við félagslegan bakgrunn, eftir Amalíu Björnsdóttur, Börk Hansen og Baldur Kristjánsson, sem er aðgengileg á netinu.
Lesa meira

Bollur, bollur

Í morgun komu nemendur í 10.bekk ásamt foreldrum snemma í skólann til að skipuleggja og keyra út bollur í fyrirtæki á svæðinu. Það er áralöng hefð fyrir því að krakkarnir selja bollur til fjáröflunar fyrir skólaferðalagið sitt. Þar sem ekki er lengur bakarí á staðnum var samið við Sesam brauðhús á Reyðarfirði um að fá bollur frá þeim. Sett var upp dreifingarmiðstöð í matsal skólans og þaðan keyrt út. Margir mega því eiga von á glænýjum bollum með kaffinu í dag.
Lesa meira

Náum áttum - fundur um börn og samfélagsmiðla

Við viljum benda á áhugaverðan Zoom fund forvarnarhópsins "Náum áttum, um börn og samfélagsmiðla, miðvikudaginn 15. febrúar n.k. Skráning fer fram á www.naumattum.is og nauðsynlegt er að skrá sig til þess að fá linkinn á fundinn sendan. Kveðjur frá stjórn foreldrafélagsins
Lesa meira

The Earth Prize

Nemendur í 8. bekk Egilsstaðaskóla tók þátt í alþjóðlegri nýsköpunarkeppni fyrir ungmenni á aldrinum 13-19 ára. Keppnin heitir The Earth Prize og hófst fyrir áramót og lauk í lok janúar. Keppnin fór eingöngu fram á netinu og í henni voru ungmenni frá öllum heiminu. Nemendur horfðu á mörg fræðslumyndbönd af heimasíðu keppninnar þar sem þeir lærðu um margvísleg umhverfismál, hlustuðu á frumkvöðla segja frá sinni vinnu og hvernig lítil hugmynd getur orðið að veruleika ef rétt er haldið á spilunum. Í framhaldinu fóru þeir í það að hanna eitthvað sem gæti mögulega nýts í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Hægt var að panta Zoom-samtal við kennara á vegum keppninnar og fá hjálp við úrfærslu á hugmyndavinnu en nemendur okkar nýttu sér það ekki að þessu sinni. Markmið þeirra með verkefninu var að “solve the unthingable”. Nemendum var skipt í hópa og byrjuð þeir að hugstorma um það hvar vandinn lægi og hvernig hægt væri að laga hann. Hugmyndirnar voru mjög fjölbreyttar og gaman að fylgjast með því hvernig þær þróuðust í hverri viku sem leið. Á næstunni kemur í ljós hvort að einhverjir nemendur komast áfram í keppninni en þá þurfa þeir að útfæra hugmynd sína enn frekar. Peningaverðlaun eru fyrir bestu hugmyndina sem hvatti nemendur heldur betur til dáða.
Lesa meira

Emil í Kattholti yfirgefur sviðið

Í vikunni voru árshátíðir 1.-2.bekkjar og 3. - 4.bekkjar. Emil í Kattholti mætti á sviðið, ásamt Ídu systur sinni, foreldrum og öllu þeirra fólki. Alls tóku 187 börn þátt í sýningunum tveimur og fjöldi starfsmanna aðstoðaði við uppsetninguna. Kennarar og nemendur í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum sáu um tónlistarflutning og stjórn í söngatriðinum. Báðar árshátíðir voru afar velheppnaðar og gleði flytjenda mikil enda heilmikil vinna að baki sýningum sem þessum. Við þökkum þeim, sem komu á sýningarnar, fyrir komuna.
Lesa meira

Fjölbreyttar aðferðir við nám

Það eru margar aðferðir sem við getum nýtt okkur við nám. Í 8.bekk undirbjuggu nemendur sig fyrir próf í stærðfræði með því að búa til hugarkort/"svindlmiða" sem þau máttu hafa með sér í prófið. Þetta er góð leið til að rifja upp og sjá fyrir sér leiðir. Það voru gerð mörg falleg hugarkort við þessa upprifjun sem nýttust vel þeim sem höfðu undirbúið sig með þessum hætti.
Lesa meira

Emil í Kattholti mætir á sviðið

Nemendur á yngsta stigi, í 1. - 4.bekk æfa nú leikritið Emil í Kattholti, sem sýnt verður á árshátíðum 7. og 9.febrúar nk. Mikill undirbúningur er vegna uppsetningarinnar enda þarf að hanna leikmynd, finna búninga, æfa söng og margt fleira ásamt því auðvitað að æfa leikritið. Tímasetningar árshátíðanna er sem hér segir: Árshátíð 1. og 2. bekkjar 7. febrúar - kl. 17.00. Árshátíð 3. og 4.bekkjar 9. febrúar - kl. 17.00 Öðrum árgöngum er boðið á generalprufur sama morgunn og árshátíðarnar eru.
Lesa meira