Blómin á þakinu

Nemendur í 2. bekk hafa síðustu vikur unnið með bókina Blómin á þakinu eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur í Byrjendalæsi og verkgreinum. Þau gerðu meðal annars bók með allskyns verkefnum, saumuðu blóm í textílmennt og máluðu blóm á glært plexígler í myndmennt. Þau gerðu einnig salat í heimilsfræði og smíðuðu dýr í smíðum.
Þetta er dæmi um samþætt verkefni þar sem unnið er með mörg hæfniviðmið sem þjálfa börnin á margvíslegan hátt. Foreldrum og forsjáraðilum var boðið á sýningu á afrakstri vinnunnar en krakkarnir buðu upp á veitingar í Miðgarði.