Skólaslit í dag

Í dag verður Egilsstaðaskóla slitið í 76. sinn og nemendur fara í sumarfrí. Skólaslit fyrir nemendur í 1.-4. bekk eru klukkan 9.00 og hefjast með stuttri samveru í matsal. Klukkan 10.30 eru skólaslit fyrir nemendur í 5. - 9. bekk sem hefjast einnig með samveru í matsal. Í kvöld verður 10. bekkur útskrifaður og hefst sú athöfn klukkan 20.00.

Foreldrum og forsjáraðilum er bent á að mikið magn er af óskilafatnaði sem liggur frammi við innganga. Hægt verður að koma og líta yfir bunkana næstu þar til um miðja næstu viku.