Héraðsleikar og Forvarnadagur 2024

Í dag komu saman nemendur úr öllum skólum Múlaþings á Héraðsleika fyrir 1. - 7. bekk og Forvarnadag fyrir 8. - 10. bekk. Héraðsleikarnir fóru fram í Brúarási, Fellaskóla og í Egilsstaðaskóla þar sem voru smiðjur með ýmsum verkefnum.
Forvarnadagurinn var skipulagður af starfsfólki sveitarfélagsins sem starfar að frístunda- og forvarnamálum. Krakkarnir í 8. - 10. bekk hlýddu á fyrirlestur hjá Pálmari Ragnarssyni en hann hefur haldið fjölda fyrirlestra um jákvæð samskipti og góða félaga. Krakkarnir tóku þátt í smiðjum og fóru á hraðstefnumót við jafnaldra. Lögreglan kom á staðinn og ræddi við krakkana um sakhæfi, stafrænt ofbeldi og hatursorðræðu. Starfsmenn félagsmiðstöðvanna voru með fræðslu um hvað forvarnir snúast og svo var farið í skemmtilega leiki. Í hádeginu fengu allir grillaðar pylsur og sem betur fer hélst þurrt.