Fréttir

Boðið upp á pizzur

Mikil gleði ríkti meðal nemenda þegar í ljós kom að boðið var upp á pizzur í hádeginu. Starfsfólk mötuneytisins, með aðstoð starfsfólks Egilsstaðaskóla, vann hörðu höndum að því að útbúa um 1500 pizzur enda mörg hundruð manns sem fá mat úr mötuneytinu.
Lesa meira

Puttaprjónað af krafti

Mikið puttaprjónsæði hefur verið í 1. bekk þetta haustið. Bæði strákar og stelpur sækja mikið í að puttaprjóna þegar það er frjáls leikur í boði í stofunni og í vali. Puttaprjón er líka góð leið til að slaka á og spjalla við vini sína í leiðinni. Þegar desember spenningurinn og jólastressið er að ná yfirhöndinni er líka tilvalið að setjast niður með garn og puttaprjóna.
Lesa meira

Nemendaráð kallar eftir hugmyndum

Nemendaráð Egilsstaðaskóla hefur sett upp hugmyndakassa, þar sem tekið verður við hugmyndum nemenda, annars vegar um tónlist og þætti sem væri hægt að spila í frímínútum og hins vegar um afþreyingu fyrir nemendur í frímínútum og hádegishléi. Gengið var í bekki í dag til að kynna jólapeysu/fatadag þann 13. desember nk. og um leið sagt frá hugmyndakössunum. Á þriðjudaginn verður hátíðarmatur í mötuneyti og því vel við hæfi að nemendur og starfsfólk sé klætt í eitthvað jólalegt, þó ekki væri nema sokkar eða jólahúfa.
Lesa meira

Fullveldishátíð

Löng hefð er fyrir því að fullveldinu er fagnað í Egilsstaðaskóla þann 1.desember. Nemendur mættu í sal skólans og hlýddu á ávarp skólastjóra og formanns Nemendaráðs. Auk þess var upplestur en nemendur, sem báru sigur úr býtum í Stóru upplestrarkeppninni síðastliðinn vetur, lásu textabrot og ljóð. Kennarar og nemendur Tónlistarskólans á Egilsstöðum spiluðu undir söng en allir sungu saman í tilefni af Degi tónlistar. Það er alltaf hátíðlegt að koma saman og fagna þessum áfanga í sögu landsins enda eru nemendur og starfsfólk hvattir til að mæta í betri fötunum.
Lesa meira

Árshátíð unglingastigs

Árshátíð elsta stigs var haldin 17.nóvember sl. Nemendur settu upp söngleikinn Mamma Mia eftir Benny Andersson, Björn Ulveus og Caherine Johnson, í leikstjórn Hrefnu Hlínar Sigurðardóttur með aðstoð Berglindar Hönnudóttur, Hildar Vöku Bjarnadóttur og umsjónarkennara í 8.-10.bekk. Öll umgjörð sýningarinnar var undirbúin af nemendum, kennurum og starfsfólki skólans. Hljómsveit skipuð kennurum og nemendum Tónlistarskólans á Egilsstöðum lék undir í nokkrum lögum en flestir þekkja Abba-lögin sem sungin eru í sýningunni. Sýnt var fyrir fullu húsi og undirtektir áhorfenda voru mjög góðar. Enginn aðgangseyrir var á sýninguna en tekið við frjálsum framlögum. Það er ánægjulegt að fyrir upphæðina sem áhorfendur lögðu til var hægt að kaupa nokkra hljóðnema, sem er mjög mikilvægt að eiga hér í skólanum til að nota við ýmis tækifæri. Sýningin var tekin upp af Tókatækni og verður upptakan til sölu. Upplýsingar um það verða sendar síðar.
Lesa meira

9.bekkur í krufningu

Í 9.bekk er fjallað um mannslíkamann í náttúrufræði. Eitt af verkefnunum er að kryfja líffæri til að nemendur sjái með eigin augum – og finni – hvernig líffæri eru. Notuð eru hjörtu, lifur o.fl. úr kindum sem keypt eru til þessara nota. Nemendur er misupprifnir yfir verkefninu en flestum finnst þetta fróðlegt. Meðfylgjandi mynd er frá krufningunni, birt með leyfi kennara og nemenda.
Lesa meira

Lestrarsprettur á miðstigi

Í haust hafa nemendur á miðstigi tekið þátt í lestrarspretti, sem snúist hefur um að lesið er eins mikið og hægt er á ákveðnu tímabili. Afraksturinn birtist myndrænt á göngunum fyrir framan kennslustofurnar. Í einhverjum tilfellum endaði spretturinn með þvi að bekkurinn horfði á mynd og fékk popp – enda höfðu þau búið sér til popp-mynd úr lesnum bókum.
Lesa meira

Skólabyrjun

Skólabyrjun nálgast óðfluga og örugglega margir orðnir spenntir fyrir því að byrja í skólanum á ný. Nýtt skólaár handan við hornið og styttist í að skólinn iði af lífi. Síðustu daga hafa skólastjórnendur unnið að því að skipuleggja vetrarstarfið sem er farið að taka á sig mynd. Skólasetning Egilsstaðaskóla fer fram þriðjudaginn 23. ágúst. Gert er ráð fyrir stuttri samkomu í sal en síðan munu nemendur ásamt foreldrum hitta umsjónarkennara í sínum heimastofum. Kl. 10:00 Nemendur í 1.-3. bekk Kl. 10:45 Nemendur í 4.-6. bekk Kl. 11:30 Nemendur í 7.-10 bekk Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar verða jafnframt boðaðir í viðtal með umsjónarkennara í skólabyrjun. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá, hjá öllum bekkjum, miðvikudaginn 24. ágúst klukkan 8:50. Frístund tekur til starfa þriðjudaginn 23. ágúst fyrir nemendur í 2.-4. bekk og miðvikudaginn 24. ágúst fyrir nemendur í 1. bekk. Umsjónarkennarar skólaársins 2022-2033 1. bekkur : Berglín Sjöfn Jónsdóttir, Jóhanna Björk Magnúsdóttir og Sigrún Þöll Hauksdóttir Kjerúlf 2. bekkur : Drífa Magnúsdóttir, Elva Rún Klausen og Freyja Kristjánsdóttir 3. bekkur : Auður Dögg Pálsdóttir, Halldóra Björk Ársælsdóttir og Védís Hrönn Gunnlaugsdóttir 4. bekkur : Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir og Lovísa Hreinsdóttir 5. bekkur : Erla Gunnlaugsdóttir og Hlín Stefánsdóttir 6. bekkur : Carola Björk Tschekorsky Orloff og Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar 7. bekkur : Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir og Valgeir Sveinn Eyþórsson 8. bekkur : Sandra Ösp Valdimarsdóttir og Sæbjörn Guðlaugsson 9. bekkur : Fjóla Rún Jónsdóttir og Jón Magnússon 10. bekkur : Helga Jóna Svansdóttir og Þórunn Guðgeirsdóttir
Lesa meira

Skólaþing - nemendaþing - nýsköpun

Í nóvember var haldið nemendaþing, sem hluti af skólaþingi Egilsstaðskóla. Nemendur kusu um viðfangsefni til að ræða á þinginu og varð niðurstaðan að ræða um nýsköpun í skólastarfinu. Lagt var upp með spurningar sem snéru að því hvernig hægt væri að læra öðruvísi með nýsköpun og hvernig við gætum aukið nýsköpun í skólastarfinu öllu. Eldri nemendur stýrðu umræðum hjá yngri nemendum og tóku saman niðurstöður úr hópum. Mið- og elsta stig voru með umræðuhópa sem færðu sig á milli borða til að ræða mismunandi nálganir. Hér er samantekt á niðurstöðum sem nýttar verða til hvatningar stjórnenda og kennara að taka meira mið af nýsköpun í skólastarfinu.
Lesa meira

Skólablaðið komið út í 53. sinn

Lagarfljótsormurinn, skólablað Egilsstaðskóla er nú kominn út í 53. sinn. Blaðið er fullt af efni eftir nemendur og starfsmenn skólans. Útgáfa blaðsins er hluti af fjáröflun 9.bekkjar fyrir skólaferðalag sem farið verður vorið 2023. Nemendur munu ganga í hús á næstu dögum og selja Lagarfljótsorminn. Verð er kr. 1500. Jafnframt er hægt að kaupa blaðið á skrifstofu skólans.
Lesa meira