Fréttir

Skert skólastarf

Skólahald er með óhefðbundnu sniði fram að páskum eins og foreldrar hafa fengið upplýsingar um. Undir flipanum Skólinn, Skólahald 17. mars -13. apríl, hér fyrir ofan eru ýmsar upplýsingar sem foreldrar hafa fengið í tölvupósti. Vakin er athygli á að foreldrar og gestir geta ekki komið inn í skólann hvort sem er í heimsókn í stofur eða á skrifstofu skólans. Að sjálfsögðu er svarað í símann á skrifstofu skólans milli kl. 8:00-12:00 og 13:00-16:00.
Lesa meira

Árshátíð yngsta stigs frestað um óákveðinn tíma

Árshátíð yngsta stigs hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Lesa meira

Umboðsmaður barna heimsækir Egilsstaðskóla

Mánudaginn 9.mars heimsótti umboðsmaður barna Egilsstaðskóla ásamt tveimur starfsmönnum embættisins.
Lesa meira

Skólahald fellt niður föstudaginn 14.febrúar

Skólahaldi í Egilsstaðaskóla er aflýst á morgun, föstudaginn 14.febrúar vegna slæmrar veðurspár og óvissustigs almannavarna.
Lesa meira

Árshátíð 4. - 7. bekkjar

Nemendur í fjórða til sjöunda bekk í Egilsstaðaskóla í samvinnu við Tónlistarskólann á Egilsstöðum sýna söngleikinn Ávaxtakarfan miðvikudaginn 5. febrúar klukkan 17:30. Gestir greiði aðgangseyri að eigin vali og rennur hann til kaupa á búnaði sem nýttur verður í lista- og menningarstarfsemi skólans.
Lesa meira

Jólafrí - jólakveðja

Starfsfólk Egilsstaðaskóla óskar nemendum, foreldrum og öðum velunnurum skólans gleðilegra jóla og gæfuríks árs. Við hlökkum til að sjá ykkur hress á nýju ári. Skrifstofa skólans opnar mánudaginn 3.janúar kl. 10:00. Skólahald hefst aftur að loknu jólaleyfi mánudaginn 6. janúar 2020.
Lesa meira

Áfram lestur

Lestrarþjálfun barna er sameiginlegt verkefni heimila og skóla. Lestur eykur orðaforða og eflir lesskilning. Yndislestur foreldra og barna er mikilvægur, ekki síst þegar frídagar eru framundan. Ánægjulegar samverustundir barna og fullorðinna yfir bókum eru dýrmætar. Þegar skólasöfnin eru lokuð um hátíðir og á sumrin er um að gera að nýta sér almenningssöfn í leit að lesefni. Gleðileg lestrarjól.
Lesa meira

Skólahald fellt niður miðvikudaginn 11.desember

Allt skólahald hefur verið fellt niður miðvikudaginn 11.desember vegna slæms veðurútlits.
Lesa meira

Fréttabréf skólans

Ef smellt er á fréttina má sjá desemberdagatal skólans.
Lesa meira

Aukasýning í kvöld

Nemendur á elsta stigi sýndu 16 á (von)lausu á fimmtudaginn á árshátíð skólans. Í kvöld mánudag er aukasýning, kl.20:00. Látið ekki þessa frábæru sýningu fram hjá ykkur fara.
Lesa meira