#karlmennskan - #fávitar

Sólborg Guðbrandsdóttir og Þorsteinn V. Einarsson heimsóttu okkur í gær og fluttu alls 3 fyrirlestra fyrir nemendur í 7.-10.bekk og fyrir foreldra og aðra áhugasama um mörk, samskipti og karlmennsku. Þau Sólborg og Þorsteinn hafa ferðast víða um land til að spjalla við krakka og foreldra með það að markmiði að stuðla að uppbyggilegra jafnréttissamfélagi með því að hrista upp í viðteknum samfélagslegum normum og hugmyndum. Bæði Sólborg og Þorsteinn halda úti Instagram síðum þar sem þau vekja athygli á ýmsu sem tengist m.a. stafrænu kynferðisofbeldi og viðteknum hugmyndum um karlmennsku. Nánar er hægt að kynna sér efnið á Instagramsíðunum Fávitar og Karlmennskan.