Nemendastýrð samtöl

Síðastliðinn fimmtudag voru nemendastýrð samtöl í öllum árgöngum. Foreldrar og forráðmenn komu með börnum sínum og saman skoðuðu þau ýmis verkefni og viðfangsefni sem börnin hafa unnið að í vetur.

Á þessum degi gefst börnunum tækifæri til að sýna vinnu sína og ræða við foreldra sína um skólaverkefnin. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þess að foreldrar sýni námi barna sinna áhuga og fylgi þeim eftir í þeim verkefnum sem lögð eru fyrir. Áhugasömum um efnið er bent á grein í Tímariti um menntarannsóknir þar sem fjallað er um tengsl námsárangurs við viðhorf nemenda og foreldra til skólagöngu og við félagslegan bakgrunn, eftir Amalíu Björnsdóttur, Börk Hansen og Baldur Kristjánsson, sem er aðgengileg á netinu.