05.09.2019
Göngudagur Egilsstaðaskóla var í gær. Tókst hann vel þó aðeins hafi rignt og jafnvel snjóað á suma göngugarpa. Margar skemmtilegar hefðir hafa skapast í gegnum árin á sumum gönguleiðunum. Til dæmis ganga nemendur í 2. bekk upp að Klofasteini fyrir ofan Miðhús þar finna þau stundum box með köku og miða frá álfkonunni sem býr í Klofasteini. Á miðanum sendur að nemendur megi fá sér bita af kökunni ef þeir ganga vel um náttúruna í kringum steininn og klifir ekki upp á húsinu hennar.
Lesa meira
03.09.2019
Samanhópurinn minnir á að nú 1. sept breyttist útivistatími barna og unglinga sem hér segir:
Lesa meira
14.08.2019
Hér má sjá umsjónarkennara næsta vetrar, smellið
Lesa meira
20.06.2019
Skólasetning verður föstudaginn 23. ágúst.
Kl.10:00 Skólasetninga fyrir 1.-5. bekk
Kl.10:30 Skólasetning fyrir 6.-10. bekk
Eftir skólasetningu fara nemendur í stofu með umsjónarkennara og eftir 40 mín fara nemendur í tíma eftir stundaskrá. Nemendur og foreldrar 1. bekkjar mæta í bekkjarstofur eftir skólasetningu á kynningu í ca 40 mín. Síðan verða samstarfsviðtöl hjá 1. bekk skv. boðun. Skólalok hjá öllum nemendum kl.14:00
Frístund tekur til starfa hjá 2.-4. bekk.
Lesa meira
03.06.2019
1.-4. bekkur mætir kl.14:30 og 5.-9. bekkur mætir kl.15:00. Eftir samveru á sal fara bekkirnir í heimastofur þar sem nemendur fá afhentan vitnisburðinn. Skólaslit og brautskráning 10. bekkjar verða kl.20:00 í sal Egilsstaðaskóla.
Lesa meira
14.05.2019
Sigga Dögg kynfræðingur verður með fræðslufyrirlestur fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði fimmtudaginn 16. maí 2019 kl.20:00. Verður fræðslan haldin í fyrirlestrarsal Egilsstaðaskóla.
Markmið fræðslunnar er að kynfræðsla verði sjálfsagður hluti af samræðum foreldra við börn sín og að fræðslan styrki þeirra samskipti. Sigga Dögg nálgast málefnið af húmor og á hispurslausan og hreinskilinn máta. Sigga Dögg hefur mikla reynslu af kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum, ásamt því að veit foreldrum fræðslu.
Lesa meira
13.05.2019
Skóladagatal Egilsstaðskóla fyrir næsta skólaár er nú tilbúið. Skóladagatalið heldur utan um skipulag skólastarfsins. Í reit neðst á dagatalinu er skilgreining á litum dagatalsins. Starfsdagar kennara á skólatíma eru samræmdir milli grunn- og leikskóla á Fljótsdalshéraði að kröfu fræðsluyfirvalda. Það eru tilmæli skólastjóra að foreldrar nýti frídaga á skóladagatali til fría ef stefnt er að þeim á skólaárinu. Munum að góð skólasókn eru hagsmunir barnsins og að skólinn gengur að öllu jöfnu fyrir öðrum verkefnum.
Lesa meira
06.05.2019
Lagarfljótsormurinn, skólablað Egilsstaðaskóla er komið út. Þau tímamót eru í ár að nú eru árgangarnir orðnir 50 talsins. Af því tilefni er viðtal við Þórhall Pálsson en hann var annar tveggja sem voru ritstjórar fyrsta blaðsins.
Hægt er að kaupa blaðið í afgreiðslu skólans. Eintakið kostar 1000 krónur.
Lesa meira
30.04.2019
Í dag var svo glimrandi gott veður að 1.bekkur skellti sér út í stærðfræðitímanum. Þar eru næg verkefni að telja glugga, mæla fótboltavöllinn, vigta steina og skoða form.
Lesa meira