Verðlaun í eldvarnargetraun

Árlega koma slökkviliðsmenn í heimsókn í 3.bekk og fræða þau um eldvarnir. Krakkarnir taka þátt í eldvarnargetraun Landssambands slökkviliðsmanna og í dag komu slökkviliðs-og varaslökkviliðsstjóri Múlaþings í 3.bekk og afhentu verðlaun fyrir eldvarnargetraun, sem fór fram fyrir jól. Vinningshafinn er Katrín Þöll Skarphéðinsdóttir og við óskum henni til hamingju með vinninginn.