Emil í Kattholti yfirgefur sviðið

Í vikunni voru árshátíðir 1.-2.bekkjar og 3. - 4.bekkjar. Emil í Kattholti mætti á sviðið, ásamt Ídu systur sinni, foreldrum og öllu þeirra fólki. Alls tóku 187 börn þátt í sýningunum tveimur og fjöldi starfsmanna aðstoðaði við uppsetninguna. Kennarar og nemendur í Tónlistarskólanum á Egilsstöðum sáu um tónlistarflutning og stjórn í söngatriðinum. Báðar árshátíðir voru afar velheppnaðar og gleði flytjenda mikil enda heilmikil vinna að baki sýningum sem þessum. Við þökkum þeim, sem komu á sýningarnar, fyrir komuna.