Þorrablót unglingastigs

Nemendur á unglingastigi héldu þorrablót sitt fimmtudaginn 2.mars. Nemendaráð annaðist undirbúning dagskrár og sá um skreytingar. Að loknu borðhaldi tóku við skemmtiatriði. Nemendur í 10.bekk gerðu myndband þar sem þeir gerðu stólpagrín að kennurum sínum og starfsfólki unglingastigsins en auk þess var farið í leiki og nemendur og starfsfólk sýnt í spéspegli. Umsjónarkennarar 10.bekkjar enduðu svo skemmtidagskránna með árlegum pistli um útskriftarnema, sem margir höfðu beðið spennir eftir. Upp var settur glæsilegur myndaveggur og margir nýttu sér að stilla sér upp með vinum og bekkjarfélögum til myndatöku. Allir voru til fyrirmyndar og ekki annað að sjá en krakkarnir skemmtu sér vel.